Andvari - 01.01.1922, Page 77
Andvari].
Magnús Jónsson.
73
um þær og varð vitanlega fyrir hörðum árásum.
Harðast snerist Dr. Hjaltalín landlæknir gegn Iækn-
ingum hans og kenningum og varð mikil og löng
ritdeila milli þeirra og íleiri. Sótti Dr. Hj. það mál
af svo miklu kappi, að hann vildi láta heilbrigðis-
sljórnina banna sjera Magnúsi og öðrum ólæknis-
lærðum mönnum að fást við lækningar, en fjekk
því þó ekki framgengt. Sjera Magnús, sem hafði
getið sjer orð fyrir lækningar sínar, varði vitanlega
Homöopathiuna með sannfæringarinnar krapti og
kom þar fram sem lipur og vel pennafær maður.
Urðu þessar ritdeilur og það orð, sem fór af lækn-
ingum sjera Magnúsar, til þess, að ýmsir mætir menn
fóru að hafa þessar iækningaaðferðir um hönd, svo
sem Arnljótur Ólafsson, Gunnar próf. Gunnarsson,
sjera Þorsteinn Pálsson að Hálsi, sém lengi var talinn
sjera Magnúsi jafnsnjall læknir, og siðast en ekki
sizt sjera Jón Austmann, sem áður hafði stundað
lækningar á allopathiska vísu, en sem á gamals aldri
snerist á hina sveifina og sem ásamt sjera Magnúsi
þýddi homöopathiska lækningabók eptir Di\ Hirschel
og gaf hana út.
Pað, sem mest af öllu einkenndi sjera Magnússál., var
hin mikla fróðleiksfýsn hans og visindalega andar-
stefna, hann var, eins og menn komast að orði, skap-
aður vísindamaður. Las hann mjög mikið, og útvegaði
sjer árlega timarit og bækur frá útlöndum, bæði
danskar, þýzkar og enskar og talaði þessi tungumál
einnig nokkuð. Mun það mjög sjaldgjæft að sveita-
prestar hafi, á þeim tíma er hann var uppi, og jafnvel
enn í dag, fylgzt jafnvel sem hann með erlendum bók-
mentum og visinda-stefnum. Það voru ekki einungis