Andvari - 01.01.1922, Síða 78
74
Magnús Jónsson.
[Andvari.
guðfræðis- og lækningarit, er hann las, heldur og
heimspeki og náttúrufræði. Átti hann jafnvel rit þeirra
Kants og Strauss, »og öll rit Magnúsar Eiríkssonar
sem var skólabróðir hans og mjög virtur af honum«.
Sjera Magnús fylgdi með athygli trúarlegum og
heimspekilegum deilum erlendis. Ræddi hann opt
um þessi efni og hinar ýmsu andastefnur við þá
kunningja sína, sem hann fann, að báru skyn á
slíkt. Hefir hann eflaust með þeim viðræðum sínum,
og með því að lána bækur sínar, sáð mörgu fræ-
korni til sjálfstæðrar hugsunar og rannsóknar. Munu
margir kannast við þetta, er ungir umgengust sjera
Magnús eða nutu vináttu hans. Hann hafði liið
mesta yndi af að segja öðrum frá því, er hann las
um, og var aldrei glaðari, en þegar hann á þann
hátt fræddi aðra. Þótti honum mjög vænt um ungl-
inga, sem hann fann að tóku vel eptir því, er hann
sagði og sem að öðru leyti leituðust við að afla sjer
þekkingar og fróðleiks.
Annað, sem mjög einkendi sjera Magnús, var hóf-
semi, sem aldrei skeikaði. Allskonar grófar og ósið-
legar framkomur voru honum hinn mesli viðbjóður,
enda var varla það ruddamenni til, er ekki reyndi
að hegða sjer sómasamlega i hans viðurvist. Bind-
indismaður af reglu mun hann aldrei hafa verið, en
hann hafði sterkan viðbjóð á vínnauln, og munu
fáir rneira en hann hafa útrýmt drykkjuskap hver-
vetna þar, er áhrif hans náðu til, og fáir voru þeir
drykkjumenn, er ekki sneiddu hjá honum, og forð-
uðust að láta hann sjá sig ölvaða, enda hvarf vín-
drykkja að meslu leyti úr sóknum hans, og komst í
fyrirlitningu. Er enginn efi á, að áhrif þau, er liann
hafði í þessu tilliti, eru sýnileg enn þann dag í dag.