Andvari - 01.01.1922, Page 80
76
Magnús Jónsson.
[Andvari.
og fremur fallegt mál; var vandvirkur og smekkvís
í því sem öðru. Málrómurinn var þýður og fljótandi,
þó eigi mjög hraður. Hann ritaði smáa og fallega
hönd og þó læsilega um leið og jeg held að liann
hafi aldrei hroðað skript af frekar en öðru. Fram-
burður hans á stólnum var viðfeldinn og blíður, og
öll prestsverk fóru honum snoturlega og vel úr hendi.
Prúðmenska hans og allt eptirdæmi, sem hann gaf,
juku áhrif hans sem kennimanns og sálusorgara,
svo menn báru jafnan hina mestu virðingu fyrir
honum. Hann var skemtilegur og nálega síbrosandi
heim að sækja, þegar vini hans bar að garði, sem
iðulega átti sjer stað, því fáir riðu framhjá, sern
eitthvað þekktu hann«.
Ræður hans voru ekki með málskrúði en hug-
næmar, sannfærandi og fræðandi og sí og æ var
hann að leita sannleikans. Tók hann opt í ræðum
sínum dæmi úr sögunni og andlega strauma og
stefnur og hreif það suma, sem hugsuðu nokkuð. í
ræðum hans var hvert orð vel yfirvegað og hugsunin
slitnaði hvergi, þess vegna ljet honum heldur ekki
vel að mæla af munni fram. Hagorður mun sjera
Magnús þó hafa verið, því hann skaut stundum
vísum inn í ræður sínar og einar brúðkaupsvísur
vita menn til, að hann orti. Hann unni lika skáld-
skap mikið og Tegner og Jónas Hallgrímsson voru
lians uppáhaldsskáld.
Hestamaður var sjera Magnús mikill og átti alltaf
góða hesta, fór og vel með allar skepnur. Hann bjá
alltaf góðu búi, þó hann aldrei yrði ríkur maður,
enda hafði hann kostnað af ýmsu; kostaði þannig
dóttur sína á málleysingjaskóla í Kaupmannahöfn
og menntaði börn sín vel. Mjög var hann greiðvikinn>