Andvari - 01.01.1922, Side 81
Andvari].
Magnús Jónsson.
77
og hjálpfús -við fátæklinga og tók stundum vegalausa
menn á heimili sitt um langan tíma.
Sveitamál og stjórnmál leiddi hann hjá sjer eins
og hann gat, en fylgdist þó vel með í öllu, sem
nokkurs var virði, svo sem stjórnmálabaráttu Jón&
Sigurðssonar og fjárkláðamálinu. Fylgdi hann í því
Havsteen amtmanni skólabróður sinum.
Mátti opt heyra það á honum, að hann hafðr
andstygð á allskonar sveitakrit og hreppapólitík. Tók
hann mjög nærri sjer allan ófrið og missætti; þoldi
og ekki sjálfur að vera missáttur við nokkurn mann,.
enda kom það sjaldan fyrir hann. Raunar mundi
honum samt hafa fallið þungt að láta hlut sinn,
rjettan, fyrir nokkrum manni.
Pó sjera Magnús væri mjög hjálpsamur og greið-
vikinn, þá gat hann þó ekki heitið ör að fje, enda
eigi fær til þess efnalega, heldur sparsamur og hóf-
samur í því sem öðru. Þótti sumum hann vera fjár-
glöggur í reikningum, en mjög var hann óeftirgangs-
samur um greiðslur allar til prests og kirkju eða
annars.
Smákíminn var sjera Magnús opt, og henti gaman
að allskonar afkáraskap, klaufaskap og heimsku, og
gat hann þá verið meinfyndinn. Kölluðu sumir það
hæðni, en raunar var það svo, að sökum smekkvísi
sinnar, þá sá hann betur en aðrir allskonar aílagi
og gat ekki látið það hlutlaust.
Sökum stöðu sinnar og bóknámsiðkana, vandist
sjera Magnús snemma af likamlegri vinnu, og varð
með aldrinum fremur hóglífur og kveifarlegur; hefir
það að líkindum flýtt fyrir líkamlegri hrörnun hans, en
altaf var hann hinn sami hófsmaður um allar nautnir,.
og þótti sumum hann fara altof langt í því. Andlega