Andvari - 01.01.1922, Side 82
78
Magnús Jónsson.
[Andvari.
hrörnaði hann mjög lítið og ú síðustu árum las hann
enn nýjustu útlend rit um þau efni, er honum voru
kærust.
Það hefir eflaust ilýtt fyrir hrörnun hans og hrum-
leik, að hann varð að fara burtu frá Grenjaðarstað.
Hann var þá orðinn mjög vanafastur og værukær;
íesti hann lítt yndi eptir það, því staðurinn var
honum mjög kær. Er það til marks um þetta, að
eptir að hann kom að Garði, þar sem hann dvaldi
hin síðustu ár æfi sinnar, gekk hann mjög opt upp
á hól nokkurn þar í túninu með sjónpipu sína, en
af hól þessum sjest glöggt bærinn að Grenjaðarstað.
Horfði hann opt lengi gegnum sjónpípu sína heim á
staðinn, og tók vandlega eptir öllum breytingum, er
þar urðu á húsum eða öðru. í síðasta skipti, sem
hann fór út fyrir húsdyr, reikaði hann enn upp á
hólinn með sjónpípu síua, en veður var fremur kalt
og hvast, svo honum kólnaði nokkuð; ágerðisl þá
mjög sjúkleiki sá, er litlu síðar dró hann til bana. —
Aður en jeg lýk við þetta stutta æfiágrip, verð jeg
að afsaka, hvað það er að ýmsu leyti sunduileitt.
Hef jeg þar mjer til afsökunar, að það er uppsuða
úr ágripum þriggja merkra manna, þeirra Magnúsar
próf. Andrjessonar á Gilsbakka, sjera Magnúsar heit-
ins Jónssonar í Laufási og Benedikts Jónssonar frá
Auðnum, og er mjer bæði skylt og ljúft fyrir hönd
ættingjanna að þakka þessum mönnum fyrir það
vinaiþel, sem þeir með þessu hafa sýnt afa mínum.
Einnig hef jeg tekið hjer með ýmsar leiðbeiningar frá
Sigfúsi Magnússyni móðurbróður mínum og móður
minni Ingibjörgu Magnúsdóttur.
M. Ji'il. Magnús.