Andvari - 01.01.1922, Side 83
Andvari].
Frumefnin og frumpartar þeirra.
Þegar jeg lít yfir alt hið nýja, sem eðlisfræðilegar
rannsóknir hafa leitt í ljós hin síðustu 25 árin, þá
finst mjer það vera mikið, og svo mun flestum eðlis-
fræðingum þykja. Verið getur þó, að eftirkomendum
'þyki framfarirnar hafa eigi verið jafn miklar og oss
nútímamönnunum, því að þeir leggja líklega annan
mælikvarða á þær. En eitt er víst, að vjer lítum nú
alt öðrum augum á mörg af þeim náttúrulögmálum,
sem liafa verið skoðnð og mega skoðast aðalgrund-
völlur náttúruþekkingar vorrar.
þegar jeg nú ætla að reyna að gera gréin fyrir
nokkrum af þessum breytingum, sem mestu máli
skifla, verð jeg að geta þess fyrirfram, að þessi lýsing
verður aðeins stullur útdrátlur, þar sem að vísu
<er getið um hið helsta, en alls eigi reynt til að skýra
það út í æsar. Til þess þyrfti bæði langl mál og
allmikla stærðfræði, og býst jeg við því, að menn
kjósi heldur að hlaupa yfir stærðfræðina, þó að með
því tapist nokkuð af útskýringunum. Ennfremur vil
jeg í upphafi minna á það, að þær rannsóknir, sem
hjer ræðir um, eru langl frá því að vera til lykta
leiddar, og margar þær skoðanir, sem nú eru efst á
baugi, eiga fyrir sjer að mótast og breytast, er meiri
rannsóknir koma til. Hjer verður aðeins um það að