Andvari - 01.01.1922, Síða 84
80
Frumefnin og frumpartar peirra.
[Andvari.
ræða, hvernig menn nú líta á hlutina og heiminn,
en við því má búast, að það sje ekki síðasta orðið.
Jeg heíi viljað geta þessa, af því að einmitt þetta
um breytileik skoðananna er eitt af því, sem má
telja með framförum í eðlisfræðinni. Áður hætti
inönnum við því að telja ýmsar kenningar eðlis-
fræðinnar óyggjandi og óbreytilegar, en nú hefir
komið upp úr kafinu, að sumar af þessum kenning-
um eru eigi eins óyggjandi og menn höfðu haldið,
og því gerast eðlisfræðingar nú varkárir og skoða
ekkert sem endanlega sannleika.
Fyrir svo sem 25 árum þektu menn um 70 frum-
efni, og menn bjuggust satt að segja ekki við því
að finna fieiri, nema þá með því að fara í ókunn
Jönd eða grafa djúpt í jörðu til að finna nýjar berg-
tegundir, er menn hefðu eigi rannsakað áður. En þá
var það, að enskur eðlisfræðingur, lord Rayleigh,
mældi nákvæmlega eðlisþyngd köfnunarefnis. Mæl-
ingin var óvenjulega nákvæm, og fann hann þá mun á
milli eðlisþyngdarinnar eftir því, hvort köfnunarefnið
var úr andrúmsloftinu eða úr efnasamböndum. Leilaði
hann nú að skýringu á þessu og gerði þar að lúlandi
itarlegar rannsóknir ásamt efnafræðingnum sir William
Ramsay. Árangurinn varð sá, að þeir fundu nokkur
ný frumefni í andrúmsloftinu. Merkust þessara frum-
efna eru argon og neon. Og framhald þessara rannsókna
leiddi einnig i Ijós helíum, sem má teljast með hinum
merkustu frumefnum. í*að er viða, bæði í steinum,
í hveralofti og i andrúmsloftinu, en alstaðar er lítið
af því. Einnig er það i gufuhvolfi sólarinnar, og
þaðan dregur það nafn sitt, af gríska orðinu helíos, er
þýðir sól. Annars er uppgötvun þessara frumefna i
andrúmsloftinu svo kunn, að jeg skal eigi lengur