Andvari - 01.01.1922, Síða 86
82
Frumefnin og frumpartar þeirra.
[Andvarii.
var með þeim aðferðum, sem efnafræðingar nota.
Það var eingöngu að þakka hinum einkennilegu
geislum, sem ganga út frá þessum efnum, að þau
urðu fundin.
Geislar þeir, sem ganga út frá hinum geislamögnuðu
efnum, eru eins og kunnugt er þrennskonar: 1. Alfa-
geislar, sem eru smáagnir, hlaðnar pósitífu rafmagni,
er þeytast með afskaplegum hraða út frá hinum
geislamögnuðu efnum. í næstum lofttómu rúmi er
hægt að framleiða geisla, sem eru svipaðir alfageisl-
unum, en agnirnar fara eigi með jafnmiklum hraða..
Geislar þessir hafa verið nefndir kanalgeislar eða
Goldsteinsgeislar eftir þeim manni, sem fyrstur fann
ráð til að framleiða þá. Nú eru þeir oftast nefndir
pósitífir geislar, og hafa verið gerðar með þeim mjög.
merkilegar tilraunir hin síðustu árin. Vík jeg að þeim
rannsóknum síðar. 2. Betageislarnir. Þeir eru negatíft
rafmagnaðar smáagnir, sem kastast með feikna-hraða
út frá hinum geislamögnuðu efnum. Pað er hægt
að framleiða í nærri lofttómu rúmi geisla, sem eru
mjög áþekkir betageislunum. Peir nefnast kaþóðu-
geislar og munurinn á milli þeirra og betageislanna
er aðeins sá, að negatifu agnirnar í betageislunum
fara miklu hraðara. Stundum nálgast hraði þeirra
hraða ljóssins, er jafnvel 15/16 úr honum; en hraði-
ljóssins er 300000 kílómetrar á sekúndu, og er það
álit margra eðlisfræðinga, að meiri hraða sje eigi unt
að ná. 3. Gammageislarnir. Pessi þriðja tegund geisla
frá geislamögnuðum efnum er sama eðlis og Rönt-
gensgeislarnir.
Sama efnið sendir vanalega eigi frá sjer allar þrjár
geislategundirnar, þau efni, sem alfageislarnir ganga
út frá,§ hafa sjaldnast betageisla, hins vegar eru