Andvari - 01.01.1922, Síða 88
84
Frumefnin og frumpartar þeirra.
[Andvari.
eigi sem frumefni, þrátt fyrir það, að þau að öðru
ieyti hefði öll einkenni frumefnanna. Hjer var úr
vöndu að ráða, en sá kosturinn var samt tekinn, að
skoða þessi geislamögnuðu efni frumefni, því að það
hafði í för með sjer minni breytingu á skoðunum
manna. Það kom sem sje í ljós við nánari rannsókn
á þessum breytingum eða hamskiftum hinna geisla-
mögnuðu efna, að þau verða á alt annan hátt en
venjulegar efnabreytingar, þar sem frumefnin skiftast
á samböndum eða hafa makaskifti. Menn geta innan
vissra takmarka ráðið þvi, hverjar breytingar verða
á efnasamböndum hinna venjulegu frumefna, með
því að láta viðeigandi efni verka hver á önnur og
hafa þann þrýsting og hita, sem best á við til þess
að efnabreytingarnar verði; en á hinn bóginn geta
menn ekkert ráðið við umbreytingar eða hamskifti
hinna geislamögnuðu efna. Þrýstingur, kuldi, hili
eða návist annara efna hefir engin áhrif á þessar
umbreytingar. Þær verða. að því er virðist alveg
sjálfkrafa, og eru hvorki hraðari nje hægari, þó að
efnið, sem er að uminyndast, verði fyrir áhrifum,
sem hafa venjulega mikil áhrif á breytingar efna-
sambanda. Sjerstaklega hefir það verið prófað, hvoit
hiti eða kuldi hefði eigi áhrif, því að eins og kunnugt
er, fer ummyndun efnasambanda mjög svo eftir hita-
stiginu, t. d. brenna kol ekki fyr en þau eru orðin
nægilega heit. En niðurstaðan af þessum rannsókn-
um hefir orðið sú, að hilastigið breyti engu um
umbreytingar hinna geislamögnuðu efna.
Skilningur fræðimanna á því, hvað væri frumefni,
hefir því vegna rannsóknanna á geislamögnuðum
efnum breytst á þá ieið, að áður var sagt, að þau
efni væri frumefni, sem eigi skiftust í önnur efni,