Andvari - 01.01.1922, Side 89
Andvaril.
I'rumefnin og frumpartar peirra.
85
en nú verður sagt, að þau sjeu frumefni, sem menn
geta eigi breytt i önnur efni eða skift í sundur. Hin
geislamögnuðu efni geta þess vegna talist frumefni,
þó að þau umbreytist og skiftist í sundur af sjálfs-
dáðum. Þessi skilgreining á því, hvað frumefni sje,
er þó að verða ófullnægjandi, svo að alt er þetta á
hverfanda hveli.
Geislamögnuðum efnum er oft skiít í 4 kynkvíslir,
sem eru kendar við aðalefnin i hverri kynkvísl, og
nefnast: Uraníum- radíum- thóríum- og atkiníum-
kynkvíslin. í hverri kynkvist eru mörg frumefni,
sem eru mynduð hvert af öðru og draga þau venju-
lega nafn af aðalefninu. Pannig er í radíumkynkvísl-
inni meðal annara Ra A (radíum A), Ra B, Ra C,
Ra D, o. s. frv., og er við nafnagjöfina fylgt þeirri
reglu, að Ra B er myndað af Ra A, af Ra B mynd-
ast Ra C og af því aftur Ra D, svo að stafrofsröðin
segir til um það, í hverri röð efnin myndast. Ressari
reglu hefir þó eigi ætíð verið unt að fylgja, vegna
þess að slundum hefir það komið í ljós eftir á, að
það, sem menn hjeldu fyrst að væri eitt efni, eða
einn liður í þessari röð af geislamögnuðum efnum,
reyndist síðar meir 2 eða Jleiri efni, og þá varð að
skjóta nýju nafni inn í, lil þess að raska eigi þeim
nöfnuin, sem höfðu fest við eftirkomandi efni. T. d.
er nú til Ra Ci og Ra Cii, því að framan af hjeldu
menn, að þessi tvö efni væri aðeins eitt efni, sem
kallað var Ra C.
Af þessum fjórum kvnkvíslum geislamagnaðra efna,
sem jeg gat um nú, eru þrjár innbyrðis skyldar.
Fljótt tóku menn eftir því, að radíum og úraníum
fundusl ávalt saman; þetta gat ekki verið eintóm
tdviljun. Menn fóru þess vegna að rannsaka nánara,
6