Andvari - 01.01.1922, Page 90
86
I'rumefnin og frumpartar þeirra.
[Anilvari.
hvort þau væri eigi af sama stofni. Og nú má það
leljast fullsannað, að úraníum sje forfaðir radfums,
þó eru margir miliiliðir þar á milli. En radíum á
einnig marga afkomendur, því að það breytist í
önnur efni, og hið siðasta efnið í þeirri röð af
efnum, sem myndast þannig hvert fram af öðru, er
málmurinn blý. Þannig er þá fundið, að frumefnið
úraníum eftir breytingar slig af stigi, þar sem það
meðal annars um eitt skeið er radium, verður að
frumefninu blý. Bæði þessi frumefni, úraníum og
blý, voru þekt áður en rannsóknirnar á hinum
geislamögnuðu efnum hófust, en menn höfðu þá
eigi hina minstu hugmynd um það, að slíkt samhand
væri þeirra á milli. En nú tóku menn einnig eftir
því, að allar steintegundir, sem höfðu úranium, höfðu
einnig ofurlitla ögn af blýi. Álíta menn, að þetta blý
sje myndað af úraníum, og má af hlutföllunum milli
úraníums og blýs í þessum steinlegunum reikna út
aldur steintegundanna. En blý er einnig i mörgum
öðrum steintegundum, og það jafnvel miklu meira,
en í þeim steinum, er hafa úranium að geyma. Þess
vegna þykir það ólíklegt, að alt blý sje myndað úr
úraníum.
Nú þykir það og mjög sennilegt, að aktiníumkyn-
kvíslin eigi sömuleiðis rót sína að rekja til úraníums,
en ekki er þetta samt jafnvel stutt tilraunum og um
skyldleika radíums við úraníum.
Frá því að Dalton kom fram með atómkenningu
sina (1802), hafa menn álitið, að frumefnin stæðu
saman af smáögnum, atómum, sem öll væri eins hjá
sama frumefninu, og að atómum þessum væri eigi
hægt að skifta í minni parta, enda liggur sú merking
í orðinu atóm, sem komið er úr grísku. Alómin