Andvari - 01.01.1922, Page 92
88
Frumefnin og írumpartar þeirra.
I Andvari.
svo, að unl er að fylgja þeim eftir með smásjánni.
Með þvi að athuga gang þessara smáagna má reikna
út, hvað mólikúlurnar eru stórar, þegar stærð smá-
agnanna er þekt. Tilraunirnar sjna, að í einum rúm-
sentímetra af venjulegu iofti sje 27 trillíónir móli-
kúlna. Onnur aðferð til að telja mólikúlurnar er líka
til, og auk þess fleiri til þess að komast nokkurn-
veginn að því sanna. Utkomunum ber svo vel saman
sem vænta mátti.
Löngu áður voru ennfremur til aðferðir til að bera
saman þunga alómanna. Ljettust eru atóm vetnisins
(vatnsefnis), og næst ljettust eru helíumatómin. Til
þess að vega á móti einu helíumatómi þurfa 4
vetnisatóm; en til þess að vega á móti einu eldis-
atómi (súrefnisalómi) þurfa næslum því 16 atóm af
velni. I}að er þess vegna sagt að eldi hafi atóm-
þyngdina 16 og helíum atómþyngdina 4. Pyngst eru
atómin hjá úraníum, atómþyngdin þar 238; en blý
heíir alómþyngdina 207. * Nú umbreytist úraníum-
alómið eins og áður er sagt og verður að lokum
að blýatómi; við þessar umbreytingar hefir þá
úraníumatómið mist af þyngd sinni, sem svarar
þyngd 31 vetnisalóma eða næstum 8 helíumatóma.
Eu hvað hefir þá orðið af þvi efni, sem úraníum-
atómið hefir mist á þenna hátl? Til þess að skýra
þetta verður fyrst að minna á það, að alfa-
agnirnar eru smáagnir, hlaðnar pósitífu rafmagni.
Ef þessum ögnum alfa-geislanna er safnað sainan
og safnið prófað, þá reynist það efni, sem þannig
fæsl, að vera helíum, þetta loftkenda frumefni, sem
jeg hefi áður minst á og hefir atómþyngdina 4.
Hver alfaögn er eitt atóm af helíum, en það er ekki
í sinu eðlilega ástandi fyrst í stað, vegna þess að