Andvari - 01.01.1922, Side 93
Andvari[.
Frumefnin og l'rumpartar þeirra.
89
það er hlaðið pósitífu rafmagni og á harða ílugi. Nú
heiir mönnum talist svo til, að hvert atóm haíi á
breytingaferli sínum, frá því að það var úraníum-
atóm og til þess, er það varð blýatóm, látið frá sjer
alfageisla 8 sinnum, og svarar það til þess að það
hali mist 8 helíumatóm, og við það ljeltist það um
8x4 = 82 þyngdareiningar, og kemur það allvel
heim við það, að munurinn á atómþyngd úraníums
og blýs er 31. Síðar verður skýrt frá því, að munur-
inn er í raun og veru sára lítill.
t*að gefur að skilja, að eiginleikar alómsins hljóta
að Imeytast við það, að það missir alfaagnirnar eða
helíumalómin; sömuleiðis er það eðlilegt, að eðli
alómanna breytist við það, að þau missa liinar
negatífu betaagnir, hinar svo kölluðu elektrónur eða
rafagnir úr byggingu sinni.
Eu til þess að geta gert nokkra grein fyrir þeim
áhrifum, sem þelta hefir á eðli atómanna, er nauð-
synlegt að gera nokkurn útúrdúr og rifja upp
nokkur helstu atriðin við Jlokkun frumefnanna.
Frumefnunum er skift í tvær deildir, í annari eru
hin pósitífu fruinefni eða málmarnir, og þar með
talið vetni, í hinni deildinni eru hin negalífu frum-
efni, málmleysingjarnir. í hverri deild er svo frumefn-
unum skift í ílokka aðallega eftir gildi þeirra, þó að
aðrir eiginleika komi einnig til greina við þá ílokkun.
En þau efni nefnasl eingild, sem annaðhvort mynda
efnissamband með einu velnisalómi eða geta komiö
í staðinn fyrir eitt velnisatóm. Tvígilt er efnið, þegar
það sameinast 2 vetnisatómum í samböndum, eða
2 vetnisatóm geta komið í staðinn fyrir það í sam-
böndum o. s. frv. Efnin eru talin að vera annað-
hvort ein- tví- þrí- eða fjórgild, í vissum efnasam-