Andvari - 01.01.1922, Qupperneq 95
Andvaril.
Frumefnin og frumpartar peirra.
91
skammstöfuð: H = vetni, He = helíum, Lí = líþí-
um, Be = berýl, B = bór, C = kol, N = köfn-
unarefni, O = eldi, F = ilúor, Ne = neon, Na =
natríum, Mg = magníum, A1 = alúminíum, Si =
silicíum, P = forfór, C1 = klór, A = argon, K =
kalíum o. s. frv. Þegar atómþyngdin er orðin mikil,
verður línan ekki eins reglulega öldumynduð, en þó
má sjá einnig þar reglur í því, hvernig frumefnin
skipast niður eftir atómþjmgdinni.
Pó að þetta »períódiska« kerfi Mendelejell's væri
eigi undantekningarlaust rjett, var það þó svo nærri
sanni, að Mendelejell' gat á sínum tíma sagt fyrir
um frumefni, sem þá voru óþekt, en fundust síðar
og voru að atómþyngd og eiginleikum mjög svipuð
því, sem hann hafði sagt.
Rannsóknir á hinum geislamögnuðu frumefnum
sýndu nú, að þegar alfageislar ganga út frá frumefni
um leið og það breytist í annað frumefni, þá verður
hið nýmyndaða frumefni tveim sætum neðar í kerfi
Mendelejeffs eða tveim sætum meir til vinstri á linunni,
en það frumefni var, sem það myndaðist af. Petta
er einnig í samræmi við það, að hvert atóm ljettist
um 4 eða þyngd helíumsatómsins við umbreytinguna,
og hið nýmyndaða frumefni á þess vegna að vera
neðar, vegna þess að það hefir minni atómþyngd.
Ef efnabreylingin verður á þann hátt, að henni
fylgir aðeins úlgeislan betageisla, þá verður hið ný-
myndaða efni einu sæti ofar eða til hægri í kerfi
MendelejelTs. Umbreyting á þenna hátt breytir atóm-
þyngdinni ekki að neinu ráði, því að rafögnin,
elektrónan, sem atómið misti með betageislunum
hefir mjög litla þyngd, aðeins Visso úr þyngd vetnis-
atómsins, og verður eigi vart við þenna þyngdarmun,