Andvari - 01.01.1922, Síða 96
92
Frumefnin og frumparlar þeirra.
[Andvari.
þegar atómþyngd er mæld. Þarna geta því 2 ólík
frumefDÍ haft svo að segja sömu atómþyngdina, og
kemur það beinlinis í bága við þá skoðun, sem
menn höfðu fengið út frá kerfi Mendelejell's, að
atómþyngdin rjeði mestu um eiginleika frumefnanna.
Aðrar rannsóknir á hinum geislamögnuðu efnum
sýndu einnig, að atómþyngdin ákvarðar ekki ein-
vörðungu eðli og afstöðu frumefnanna í kerfi Mendele-
jeff's; það var Iíka eigi sennilegt, að hægt væri að
koma öllum þessum nýju (geislamögnuðu) frumefn-
um inn i það kerfi, nema einhverjar breytingar yrðu
gerðar á niðurröðuninni. Nýju efnin voru um 40 og
atómþyngd þeirra frá 208—238; það er þvi augljóst,
að þessum efnum yrði að skipa þjett niður, ef
miðað væri við atðmþyngdina. Nú gerðu menn þá
merkilegu uppgötvun, að sum af þessum frumefnum
voru frá efnafræðilegu sjónarmiði alveg eins, svo að
menn hefðu varla haft nokkur ráð til að þekkja
þau sundur, hefðu eigi þessar nýju aðferðir, sem bygð-
ust á rannsókn geislanna, er ganga út frá efnunum,
hjálpað mönnum til að aðgreina þau. Áður fyr mundu
menn því hafa álitið þessi frumefni sama efnið, af
því að menn hefðu eigi getað að greint þau efnafræði-
lega. Með nákvæmri mælingu á atómþyngd þeirra
hefðu menn að vísu getað fundið, að þau hafa eigi
sömu aiómþyngd, en slík mæling hefði varla verið
gerð, bæði vegna þess að mjög erfitt er að gera
hana, af því að svo lítið er til af llestum þessum frum-
efnum og svo vegna þess, að menn hefðu eigi álitið
neina ástæðu til þess. Nú eru þessi efni venjulega
kölluð ísótóp, af því að þau hafa sama stað í kerfi
MendelejelTs, þrátt fyrir það þó atómþyngdin sje eigi
sú sama. Orðið »ísótóp« merkir einmitt, að þau sjeu