Andvari - 01.01.1922, Síða 97
Andvari].
Frumefnin og irumpartar þeirra.
93
sama staðar (af grískum orðum: ísos = samur og
jafn, og topos = staður). Þegar hin ísótópu frumefni,
eru skoðuð sem eitt frumefni, verða hin nýju frum-
efni tiltölulega fá og komast hæglega fyrir í kerfi
Mendelejelfs.
Áður hefir þess verið getið, að það efni sem einu
sinni var úraníum heldur áfram að umbreytast
þangað til það verður að radíum, sem svo breytist
áfram uns það verður að blýi. Þetta blý, sem nú er
nefnt radíum-blý, er efnafræðilega óaðgreinanlegt frá
venjulegu blýi, en vegna þess að hvert alóm af því
hefir Ijetst frá því að það var úraníumatóm, af því
að svo mörg helíumalóm hafa hrokkið út úr því,
má ráða það, að atómþyngd radiumblýs sje um 20&
sem sje 238 — 4x8 = 238 — 32 = 20(5, en atóm-
þyngd venjulegs blýs er 207 rúmlega.
Menn hafa þess vegna lagt mikið kapp á að mæla
nákvæmlega atómþyngd blýs, bæði úr venjulegum
blýmálmum og úr þeim steinefnum, sem radíum
fæst úr, og mælingar þessar virðast ótvírælt sanna
það, að það sje rjelt, að alómþyngd blýs, sem
myndað er úr úraníum og radíum sje nálægt 206,
en venjulegs blýs 207,1. Má skoða þessar mælingar
sem sönnun þess, að til sjeu að minsta kosti tvær
tegundir af blýi, og að kenningin um hin isólópu
frumefni sje rjelt, að minsta kosti i aðalatriðunum.
Nú vekst upp sú spurning: eru þá ekki fleiri af
hinum gömlu frumefnum samselt af ísótópum frum-
efnum, það er að segja, er ekki t. d. það sem við
köllum gull fleiri en eitt frumefni, sem sjeu svo lík,
að þau hafa ekki orðið aðgreind með hinum almennu
aðferðum við efnaaðgreiningu, en hafi þó eigi öll
sömu atómþyngd. Ef við viljum vita, hvort þessi