Andvari - 01.01.1922, Qupperneq 98
94
Frumefnin og frumpartar þeirra.
[Andvari.
getgála hefir við nokkur rök að styðjast, þá þarf
fyrst að finna aðferðir til að prófa hana. En það
er nú hægra sagt en gjört. Ein leið til að rannsaka
þetta væri sú, að mæla atómþyngd frumefnanna frá
mörgum og ólíkum stöðum, því að eigi var ólíklegt,
að þessi ísótópu efni væru eigi blönduð í sömu
hlutföllum á öllum slöðum, þetta á sjer sem sagt
stað með blý, eins og áður er minst á. A hinn
bóginn er líklegt, að þesskonar rannsóknir hefðu
eigi mikinn árangur, nema þær væru mjög nákvæmar,
því að ósennilegt er að slíkur munur á atómþyngd
frumefnanna frá mismunandi stöðum hefði eigi fund-
ist fyr, ef hann væri að nokkru ráði. Mjer vilanlega
hafa þessar rannsóknir heldur eigi verið gerðar, enda
hefir eigi verið svo mikil þörf á þeim enn þá, vegna
þess að um likt leyti og menn urðu sannfærðir um
að til væri ísótóp frumefni, fundu menn upp aðferð
nýja til að prófa frumefnin, hvort þau væri ísólóp,
jafnvel þó að þau væru eigi geislamögnuð.
Aðferð þessi byggist á notkun hinna pósitífu geisla,
sem áður hefir verið minst á, að væru keimleikir
alfageislunum. Upphallega er aðferð þessi fundin af
hinum heimsfræga enska eðlisfræðing sir J. J. Thom-
son, en af honum verið mest notuð við rannsóknir á
öðrum eiginleikum atómanna. En sá sem hefir nolað
aðferðina til að prófa, hvort frumefnin væru isótóp,
er lærisveinn J. J. Thomsons að nafni Aston. Lýs-
ingu á rannsóknaraðferðinni verður slept hjer, en
aðeins minst á þær niðurstöður, sem Aston heíir
komist að. Hann linnur að sum af frumefnunum,
sem hann hefir prófað, eru ísótóp, svo sem: bór,
neon, silicíum, klór, bróm, en mörg eru (einbúar)
svo sem: helíum, kol, köfnunarefni, eldi (súrefni),