Andvari - 01.01.1922, Side 99
Andvari].
Frumefnin og frumpartar þeirra.
95
flúor, fosfór, brennisteinn. Mörg af frumefnunum
hafa ekki verið rannsökuð ennþá, en af þeim rann-
sóknum, sem nú hefir verið minst á, má álykta, að
allmörg frumefnanna sjeu ísótóp (eða sarnb}Tlingar)
í kerfi MendelejeiTs, en í rauninui sjeu frumefnin
margfalt fleiri, en menn hafa ætlað hingað til.
Á það var drepið áðan, að kerli Mendelejefl's væri.
eigi að öllu leyti rjett, þó að það hinsvegar væri
spor í rjetta átt. Fræðimenn hafa nú reynt að gera
þær umbætur á því, að það kæmi heim við reynslu
síðari tíma. Það var Van den Broek, sem fyrstur
kom fram með þá uppástungu til umbótar, sem nú
er almenl viðurkend, en sá, sem fyrstur sannaði með
tilraunum, að tilgátan var rjetl, hjet Moseley og var
Englendingur. Hann dó ungur, fjell í stríðinu suður
á Gallipoliskaga.
Eins og hvert frumefni á sínar sjerstöku rákir,
eða sjergeisla, í litbandi hins sýnilega Jjóss, eins
eiga frumefnin sína sjergeisla meðal Höntgengeislanna.
Moseiey mældi bylgjulengd þessara sjergeisla hjá
mörgum frumefnum og komst að þeirri merkilegu
niðurstöðu, að þegar maður þekti bylgjulengd
Böntgengeisla eins frumefnis, þá mátti út frá henni
reikna út bylgjulengdir Köntgengeislanna hjá öðrum
frumefnuin aðeins með því að breyta einni tölu i
úlreikningnum. Þessi taia, sem hreytist, hefir gildin 1
til 92 eftir því, hvert frumefnið er, og er ætið heil
tala. En það, sem er einkennilegast við þessa tölu,
er það, að hún er jöfn því númeri, sem hlutaðeigandi
frumefni hefir i kerfi Mendelejeil's; t. d. er kolaefnið
6. frumefnið í keríi Mendelejell's og í utreikningnum
á bylgjulengd Möntgengeislanna fyrir kolaefni á
hin brevlilega tala að hafa gildið (>. Þessar töiur,