Andvari - 01.01.1922, Side 100
9G
Frumefnin og frumpartar peirra.
[Andvari.
sem þannig eftir reglum Moseleys einkenna frum-
efnin, nefnast nú alómtölur þeirra, og falla þær
saman við það númer, sem frumefnið á í kerfi
Mendelejefl's, ef rjetl er raðað í því, en það sýndi
sig, að þegar frumefnunum var raðað eftir atóm-
þyngd í kerfi Mendelejefl's, þá var sú röðun ekki
alveg rjett, því að atómtölur og atómþyngd fylgjast
eigi alstaðar að. Meðan alómþyngdin er lítil, á þetta
sjer nokkurnveginn stað og má heita, að sambandið
á milli atómtölu og atómþyngdar sje þá þannig,
að atómþyngdin sje tvöföld atómtalan; t. d. má
nefna nokkur frumefni þar sem þetta á við:
Helíum atómtala 2 atómþyngd 4
Kolaefni — 0 — 12
Eldi (súrefni) — 8 — 1(>
en þegar hærra kemur, þá fylgjast atómtalan og
alómþyngdin ekki alstaðar að, þannig er um
Argon atómtala 18 atómþyngd 39,9 og
Ivalíum — ,19 — 39,1
Kalíum ælti því að vera fyr eða neðar í kerfi
Mendelejell's, ef atómþyngd rjeði, því að það hefir
ininni atómþyngd en argon. Þelta er þó ekki rjett.
Argon á að vera á undan kalíurn, og er það í fullu
samræmi við atóintölur þessara frumefna. Frumefn-
unum verður þess vegna að raða eftir atómtölum
en ekki eftir alómþyngd.
Atómtalan segir þess vegna til um það, hvert sæti
frumefnið á í kerfi Mendelejefls og ákvarðar þar
með alla aðaleiginleika frumefnisins; en í sumum
þessunr sætum er margbýli, því að öll isótóp frum-
efni, sem eiga saman, hafa sömu atómtöluna og
sama sætið í kerfinu og eru því sambýlingar, en
eigi hafa þau samt sömu atómþyngdina. Mesta