Andvari - 01.01.1922, Síða 101
Andvari].
Frumefnin oj frumparfar þeirra.
97
atóraþyngd befir frumefnið úraníum, sama efnið
hefir einnig hæsta atómlölu, sem þekt er, nefnilega
92. Ætla má að til hverrar heillar tölu frá 92 og
niður í 1 svari eitthvert frumefni. þekkiast ílest
þessi frumefni. Ennþá vantar frumefni í (3 sæti og
má af því álykta, að 6 frumefni sjeu óþekt, sem
hafa lægri atómtölu en úranium. Ef gengið er út frá
því, sem sennilegt þykir, að ekkert frumefni haíi
hærri atómtölu en 92, sem er atómtala úraníums,
þá verða frumefnin 92 að tölu, en þá eru allir efna-
sambýlingarnir eða hin ísólópu frumefni, sem hafa
sömu atómtöluna, lalin sem eitt frumefni. Með venju-
legum skilningi á því, hvað sje frumefni, er þetta
þó ekki rjett, heldur verður að telja hvert af hinum
ísótópu frumefnum sein sjerstakt frumefni, og þá
verður tala frumefnanna miklu meiri, og það er eigi
unt sem stendur að segja, hvað þau sjeu mörg, því
að ennþá þekkjast engar reglur fyrir þvi, live mörg
frumefni geti verið ísótóp, og átt heima á sama
staðnum í kerfi Mendelejeffs, en þó haft ólíka atóm-
þyngd.
Vegna þess að eðli atómanna er eigi undir atóm-
þyngdinni einni komið, er það augljóst, að bj'gging
atómanna getur eigi verið að öllu leyti eins. Lengi
vel hugsuðu menn þó lítið út í það, hvernig atómin
væru hygð, og það af þeirri ástæðu, að mörg af
þeim fyrirbrigðum, sem menn verða varir við hjá
efnunum, má skýra með því að skoða atórnin og
jafnvel mólikúlurnar líka sem harðar en þó eftir-
gefanlegar kúlur. Um langan aldur var það ærið
verkefni fyrir eðlisfræðinga að leiða út frá þessum
hugmyndum um atóm og mólikúlur þau lög og
reglur, sem lofttegundir og blöndur (uppleysingar)