Andvari - 01.01.1922, Side 102
98
Frumefnin og írumpartar peirra.
[Andvari.
fylgja. Langt er þó síðan Prout kom fram með þá
getgátu, að atóm allra frumefna væri samsett af
vetnisatómum, svo að eiginlega væri ekkert annað
efni til e”n vetni, en eiginleikarnir breyttust eftir því,
hvernig atómin væri bygð upp úr því. Augljósasta
alleiðingin af þessari getgátu var sú, að í hverju
atómi annara frumefna væri 2, 3, 4 o. s. frv. vetnis-
alóm, og að atómþyngd þeirra væri því tvöföld,
þreföld, fjórföld o. s. frv. atómþyngd vetnisins eða
með öðrum orðum, að atómþyngd hvers efnis væri
atómþyngd vetnisins margfölduð með einhverri heilli
tölu, sem væri talan á vetnisatómunum, sem mynd-
uðu frumefnið.
Prout virtist þetta vera svo, en seinna sönnuðu
menn með nákvæmari mælingum á atómþyngdunum,
að þetta var ekki rjett. En mönnum fanst samt
eitlhvað heillandi við þessa hugmynd Prouts, svo
að menn gátu eigi alveg gleymt henni, og siðar
hölluðust sumir mjög að henni t. d. stjörnufræðing-
urinn Norman Lockyer. Bar hann mest fyrir alhug-
anir á nýjum stjörnum, sem birtast snögglega og
hjaðna svo smátt og smált. Athuganir á ljósi þessara
stjarna virtust honum benda mest á það, að frum-
efni þau, sem upphaflega væru í þeim, sundruðust
smámsaman og seinast yrði aðeins vetni eftir. Og dró
hann þá ályktun af því, að hin frumefnin hefðu
breytst í frumparta sína og orðið að eintómu vetni.
En hvað svo sem þessu líður, þá þekkjum við
nú frá rannsóknum á hinum geislamögnuðu efnum,
að þar sundrast frumefnin í sundur, á þann hátt að
úr atómunum hrökkva ýmist helíumatóm, eða hinar
örsmáu negatifu rafagnir — elektrónurnar, og verður
það sem eftir er af atóminu nýtt frumefni.