Andvari - 01.01.1922, Síða 103
Andvari).'
Frumefnin og frumpartar peirra.
99
Þessi efni eru því að nokkru leyti bygð upp úr
elektrónum og helíumatómum. En samt geta ekki
öll atóm verið að öllu leyti bygð upp úr elektrónum
og helíumatómum, því að það kemur í bága við
atómþyngd sumra frumefnanna.
Menn hallast nú aftur meira að hinni gömlu
kenningu Prouts, að atómin sjeu bygð upp af
vetnisatómum, auðvitað í sambandi við elektrónur,
það sem einkum styrkir menn í þessari skoðun er
það, að árið 1919 tókst kinum nafnfræga enska
eðlisfræðing, sir Ernest llutherford, að láta alfa-
geislana sundra köfnunarefnisatómum og komu þá
fram vetnisatóm. Ennfremur hefir Aston sá, sem
áður hefir verið minst á, fundið, að atómþyngd
þeirra efna, sem hann hefir getað rannsakað, stendur
ætíð á heilum tölum; t. d. var alómþyngd klórs
talin að vera 35,5, en Aston segir að það sje blend-
ingur af 2 isótópum frumefnum, sem hafi atóm-
þyngdina 35 og 37. Þar með er þá fallin aðalmót-
báran á móti kenningu Prouts, sem sje að atómþyngd
frumefnanna væri eigi atómþyngd velnis margfölduð
með heilli tölu.
Pó eru menn, ennþá eigi algerlega sammála urn
það, hvort alóinin sjeu bygð upp af vetnisatómum
og elektrónum, eða þá að heliumatómin taki einnig
þátt í byggingu atómanna. í rauninni er líklega
lítill munur á þessu, því að helíumatómin verða að
öllum likindum að skoðast að saman standa af 4
vetnisatómum.
Pað eru ekki svo mörg ár síðan, að menn sáu
enga leið til þess að rannsaka innri byggingu atóm-
anna, en nú vita menn svo mikið um þessi alóm,
að ýmsar getgátur um innri byggingu atómanna hafa