Andvari - 01.01.1922, Page 104
100
Frumefnin og l'rumpartar þeirra.
[Andvari.
komið fram til þess að skýra með þeim eðli og
eiginleika frumefnanna. Flestir líta svo á, að atómin
sjeu samsett af tvennu: hinum örsmáu negatífu raf-
ögnum — elektrónunum — og atómkjarna, sem feli
i sjer megnið af efni atómsins og sje hlaðinn pósitífu
rafmagni. Atómkjarninn er að ílestra ætlan bj7gður-
upp af vetnisatómum eða helíumatómum og er þrátt
fyrir það mjög lítil uin sig, en rafmagnshleðsla hans
ákveður atómtöluna. Vegna þess að atómkjarninn
hefir mikið pósitíft rafmagn, halda sterk rafmagns-
öfl elektrónunum í námunda við atómkjarnann.
Er það skoðun margra fræðimanna, að elektrón-
urnar gangi í hringum kringum atómkjarnann, og
eftir þeirri skoðun verður hvert atóm heimur úl af
fyrir sig, svolítið sólkerfi, þar sem atómkjarninn er
sólin, en elektrónurnar reikistjörnurnar, sein ganga
eftir brautum sínum kringum atómkjarnann. En
stærðarmunurinn er mikill. í sólkerfunum eru allar
vegalengdir svo slórar, að mannlegur skilningur á
erfitt með að gera sjer Ijósa grein fyrir þeim, en í
atómunum eru vegalengdirnar hins vegar svo afskap-
lega stuttar og hlutirnir svo smáir, að jafn illa
gengur mönnum að skilja, að þar geti verið um
margbrotna byggingu og heil kerfi af örsmáum
hnöttum að ræða. Ef einum millímetra er skift í 10
millíónir jafna parta, þá verður hver þessara parta
álíka langur og þvermælir atómanna, eða ef kúla,
sem er 3cm í þvermál, væri stækkuð svo mikið
að hún yrði jafn stór jörðunni, og allir aðrir hlutir
stækkuðu að sama skapi, þá yrðu atómin á stærð
við kúluna eða um 3cm í þvermál. Af þessu fá
menn máske ofurlitla en þó óglöggva hugmynd um
það, hve Iítil atómin eru, er það hin mesla furða,