Andvari - 01.01.1922, Síða 105
AndvariJ.
Frumefnin og frumpartar peirra.
101
að mönnum skuli hafa tekist að rannsaka nokkuð
nákvæmlega svo smáa hluti. En þó að atómin sjeu
lítil, er þó atómkjarninn, sem hefir í sjer fólgið
megnið af efnismagni atómsins, mörgum sinnum
minni. Þvermælir hans halda menn, að sje eigi
þúsundasti hluti úr þvermæli atómanna. Af því má
sjá að efnið sjálft tekur upp hverfandi lítið rúm, en
mest af því litla rúmi, sem nefnist atóm, þurfa
elektrónurnar að hafa til þess að hreyfa sig í kring-
um atómkjarnann.
Jeg get ekki skilið svo við þetta mál að minna
ekki aftur á tilraun Rutherfords, þar sem honum
lekst að sundra köfnunarefnisatóminu. Því að þetta
er i fyrsta sinn, svo menn viti, sem frumefni hefir
verið skift af mannavöldum, og úr því fengist önnur
frumefni. Með þessari tilraun er stigið það spor,
sem gefur manni von um það, að draumar gull-
gerðarmannanna geti rætst. Um langan aldur var
gert gys að tilraunum gullgerðarmannanna til að
búa til gull, og slíkt talið það Sísyfusarverk, sem
aldrei yrði til farsælla lykta leitt, vegna þess að
frumefni væri ekki hægt að breyta i annað frumefni.
Vel getur verið, að erfiðleikar verði á því að búa til
gull úr öðrum efnum, en ástæðan, sem færð var fyrir
þvi, að það væri ókleift, er ekki í gildi lengur, því
að nú má telja sannað, að frumefnum má breyta
í önnur frumefni.
Porkell Porkelsson.