Andvari - 01.01.1922, Page 107
Andvari].
Bókasöfn og þjóömenning.
103
sér góðan orðstír. Árið 1916 var t. d. pessi bók gefln út af
nýju á dönsku og þá aukin af höfundi að skýrslum fram
að þeim tima, en fellt úr allt það, sem úrelt var orðið.
Kona þessi er nú aukakennari í sænskum bókmenntum
við Kaupmannahafnarliáskóla og gift Munch Petersen
prófessor og verkfræðingi. Eg þakka henni hér með leyfi,
sem hún hefir veilt mér til þess að nota þessa bók sína í
riti, á þann hátt sem hér er gert.
Pað er að tilmælum nokkurra manna (íslenzkra bóka-
saínsmanna erlendis og útlendra áhugamanna um þetta
efni), að eg hefi tekizl á liendur að semja grein þessa,
sem hér birtist nú og er að mestu útdráttur úr bókinni,
ef verða mætti til þess að vekja og glæða áhúga manna
hér á landi í þessum efnum og til leiðbeiningar. Bóka-
safnsstarfsemi er enn lítil hér á landi og gildi bókasafna
enn lítt skilið mál, og það þeim mönnum, sem sizt skyldi.
Peir tímar fara nú í hönd, að þjóð vorri veitir ekki af að
beita öllum kröftum og vanrækja ekkert ráð, sem miðað
getur að því að varðveita forna festu anda og menningar,
samtímis því að efla dug og framfarir. Pá væri vel, ef
mönnum gæti orðið það ijóst, hvað frjáls almannabókasöfn
megna að þessu leyti og hvern þroska og þrifnað þjóðin
má fá af rétti bókasafnaviðleitni, þ. e. til fræðsfu og til
þroska þess, sem þjóðin á af andlegum krafti, en ekki til
dægrastyttingar eingöngu. Prýðileg fyrirmynd að þessu
leyti er tilhögun bókasafna í Bandarikjunum; má nokkuð
sannfærast um þetta af þessari bók og um það, að full
nauösyn er á því, að upp sé tekin hér markföst og reglu-
bundin starfsemi víðskyggnra manna í þessa átt.
Páll Eggert Ólason.
Inngangnr.
Almannabókasöfn í Ameríku eru aðallega tvenns
konar, vísindasöfn og útlánssöfn. Bækur í vísinda-
söfnunum eru ætlaðar til notkunar í söfnunum sjálf-
um. En útlánssöfnin hafa það hlutverk að ná til
almenniugs, livetja menn til lestrar. Þau eru ekki
ætluð til geymslu handrita né gamalla bókmennta.
*7