Andvari - 01.01.1922, Page 108
104
Bókasöf'n og þjóömcnniug.
[A.udvari.
Pvert á inóti er markmiðið það, að bækurnar séu
uotaðar sem mest; bækur slíkra safna slitna því
fljótt, og eru þá ný eintök fengin i staðinn. Þau eru
eign rikja eða bæjarfélaga, með öðrum orðum þjóðar-
innar sjálfrar. Þetta selti auðmaðurinn Andrew
Carnegie jafnan að skilyrði, þegar hann bauð fram
gjafir sínar til bókasafna, hvort sem voru bóka-
safnshús eða annað. Sjálfur þakkaði Carnegie þekking
sína og farsæld bókasöfnum, og svo er talið, að 900
millj. króna hafi hann gefið til almannaþarfa, mest
til bókasafna. Þessar gjafir hans hafa einkum tekið
til Ameríku. Þegar bær tók við gjöf frá honum,
tókst bæjarfélagið og á liendur kostnaðinn af bóka-
safninu. Carnegie skýrir sjálfur svo frá ástæðum
sínum til þessa ákvæðis í gjafabréfi einu; »Eg er
eindregið þeirrar skoðunar, að einungis með því, að
bærinn sjálfur takist á hendur rekstur almanna-
bókasafns síns eins og skóla síns, fái hver einstakur
borgari þá skoðuu, að hann sé sameigandi þess, og
að safnið sé til orðið i þágu alls þjóðfélagsins, en
ekki nokkurs hluta þess; eg er og eindregið þeirrar
skoðunar, að ef tiltekið bæjarfélag eða þjóðfélag vill
ekki taka að sér kostnað af rekslri safnsins, muni
það verða að litlu gagni. Pað er þvi ekki til þess að
spara sjálfum mér meiri útgjöld, heldur til þess að
trj'ggja gagn bæjarins, að eg set það skilyrði, að
bærinn kosti sjálfur safnið.« í’essari skoðun sinni
hélt Carnegie til dauðadags.
Þessi söfn í Ameríku eru sniðin eftir þörfum allra
stétta og manna á hverju aldursskeiði. Allt öðru
vísi er því liáttað um alþýðubókasöfn í Norðurálfu.
Þau eru nálega eingöngu ætluð »almenningi«, þ. e.
þeim í þjóðfélaginu, sein minnst eru menntaðir eða