Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 109
Andvari].
Bókasöfn oj* þjóðmennin{>.
105
lærðir. Og vísindasöfnin eru ætluð lærðuin mönnutn.
Kn þeir, sem þar eru á milli, verða yfirleitt út
undan. Afleiðingin af markmiði Vesturheims-úlláns-
safnanna, því að geta orðið við óskum og kröfum
allra, er það, að miklu meira af bókum og miklu
meira af ýmiss konar bókum er þar keypt en hvort
heldur er í alþýðu- eða visindasöfnum Norðurálf-
unnar. Útlánssöfnin i Vesturheimi kaupa mjög mikið
af vísindaritum nútimans, þvi að þangað leita ekki
síður stúdentar háskólanna en almenningur; jafnvel
lærðustu vísindamenn nota þessi söfn. En auk þess
kaupa þessi söfn alls konar alþýðlegar bækur, einnig
skáldskaparril, en þó er þar mjög lögð áherzla á
það að velja úr. í söluni slikra safna ægir öllurn
saman; þar sitja verkamenn, sem kynna sér nýjar
aðferðir i atvinnugreinum sínum, samhliða visinda-
mönnum; skólasveinar Ieila efnis i ritgerðir sínar,
við hlið húsmæðra, sem skrifa upp fyrirsögn um
hinn eða þenna rétt; ungir menn og konur biðja
um nýjustu skáldsögur; menn á öllum aldri lesa
blöð; í síðasta lagi, en ekki sízta, börn á öllum
aldri og allra þjóða, kynna sér þar nýjar mynda-
bækur, prentaðar á vaxdúka, eða Indíánasögur,
Róbinson Krúsó eða ævisögur Washingtons, Franklíns,
Lincolns o. s. frv.
Almannasöfnin i Ameríku taka við af skólunum,
livers háttar skólar sem eru; þau halda áfram því
uppeldi, sem hafið hefir verið í alls konar uppeldis-
stofnunum, og halda því áfram ævilangt ineð jöfnum
rétti allra, því að engin aldurstakmörk þekkjast þar,
enginn stéttar- eða trúarbragðamunur, enginn flokka-
eða skoðanamunur. Rekstraraflið er bjálpfýsi, mark-