Andvari - 01.01.1922, Page 110
106
Bókasöfn og þjóðmenning.
[Andvari.
miðið uppeldi, fræðsla til handa öllum, grundvöllur-
inn síaukin gagnsemi einstaklingum og þjóðfélagi.
Árið 1876 er talið upphafsár að bókasafnsfrainför-
um og starfsemi Bandarikjanna. Þá varð til bóka-
varðafélagið og bókasafnatímaritið (The Library
Journal), og þá i fyrsta sinn gaf Bandaríkjastjórn út
skýrslu um bókasöfn landsins og ástand þeirra. Þá
voru þar 2000 söfn, og átti ekkert undir 1000 binda;
árið 1903 voru þau 7000; nú eru þau yfir 8000.
íbúunum hefir á sama tíma fjölgað um 83 af
bundraði. Árið 1876 voru 12 millj. bóka í almanna-
söfnum landsins, en 1913 nálægt 87 millj. Árið 1876
nam útlán bóka 8800 þús. binda, en 1913 59 millj.
Tala bókasafna hefir því síðan 1876 ferfaldast, bækur
sjöfaldast og útlán sjöfaldast. í New-York-ríki einu
er nú lánað út tvöfalt ineira en í öllu landinu var
gert 1876, og alþýðubókasafnið í New-York lánar nú
út IV2 sinni fleiri bindi en bókasöfn allra Banda-
ríkjanna gerðu fyrir 40 árum.
Þegar menn kynnast slíkum framföruin, verður
mönnuni að spyrja: Hver er orsök þeirra? Svarið
verður svo, að sú sé orðin smám saman almanna-
skoðun, að bókasöfn séu mikilsverður liður í uppeldis-
kerfi þjóðarinnar. í Vesturbeimi er uppeldi einstakl-
ingsins talið óhugsanda, nema því að eins að hann
læri sjálfstætt að nota bækur lil þroska og uppeldis.
Vér þekkjum vart annað uppeldiskerfi en skóla, en
vestra vinna saman skólar og söfn, og í Bandaríkj-
unuin telja margir áhrif safnanna meiri en skólanna.
Bókasöfn í Ameríku eru þá liður í uppeldinu og
hafa tvenns konar blutverk, uppeldi barna og skóla-
námsmanna annars vegar, hins vegar framhalds-