Andvari - 01.01.1922, Side 112
108
Bókasöt'n og þjóömenning.
[Andvari.
eða munnlegri tilsögn í illu; til þess að veita niönn-
um og konum eftir hita og þunga dagsins leiðsögu
inn á andans brautir, byrgðar þeim ella; til þess
ekki hvað sízt að veita öllum, konum og körlum,
báum og lágum, ungum og gömlum, gleði og hvíld
þær stundir, sem annir kalla ekki að, og þegar svo
ber undir, að menn vita ekki, hvað menn eiga að
hafa fyrir stafni, þær stundir sem ef til vill öðru
framar hafa leitt til glötunar og mæðu.
En það er ekki nóg með það, að almannabóka-
söfnin í Vesturheimi bjóði mönnum menntun og
þroska: þau bjóða einnig hressing og dægrastytling.
f»að er viðurkennt, að vinnan ein nægir ekki mönn-
unum; menn þurfa eins saðning imyndunaraíli sínu
og menn þurfa skilningi. þetta er hollt jafnt líkama
sem sál. Því fá gestir safnanna skáldmenntir allra
þjóða og alda, bæði í bundnu máli og óbundnu, og
i samkomusölum safnanna eru oft á viku hverri
flult skemmtileg erindi um merk efni.
Af sömu ástæðum er listamönnum og listavinum
boðið upp á ekki að eins bækur og myndaverk,
heldur og sýningar á fögrum listaverkum, annað-
hvort frumgerðum eða eftirgerðum og aðfengnum
hvaðanæva. Söngvinir finna þar ekki að eins nótna-
bækur, heldur og í mörgum söfnum söngsali með
alls konar hljóðfærum; því heíir jafnvel verið hreyft
á bókasafnafundum, hvort ekki væri rétt, að bóka-
söfn nú á dögum skyldu eiga nótnablöð í sjálfspila-
hljóðfæri til útlána. Vegna innkominna manna í
Bandaríkin viða bókasöfnin þar að sér útlendum
bókum, ekki að eins höfuðmálanna, heldur jafnvel
allra mála.
Þá má ekki gleyma að gela þess, hvílíkt starf