Andvari - 01.01.1922, Page 113
Andvari].
liókasöfn og pjóörnenning.
109
hefir verið unnið vestra í þágu blindra manna. Það
er ekki nóg með það, að bókasöfnin eigi mikið af
blindingabókmenntum, heldur fá og blindingar tilsögn
i lestri þeirra, ef þeir óska.
Markmið bókasafnanna í Vesturbeimi má nefna í
tveim orðum: Góðir borgarar. Því reyna þau að ná
valdi yfir börnunum og varðveita áhrif sín á þau
svo lengi sem þau lifa. Bókasöfnin búa æskulýðinn
til lífslarfsins, til skyldustarfa borgaranna og til þess
að keppa að hæstu hugsjónum mannkynsins. Bóka-
söfnin trúa því, að lestur bóka, sem hafa að
geyma göfugar hugsanir eða segja frá göfugum mönn-
um, lýsa baráltu fyrir sannleika og rétti, muni hjá
lesöndum vekja sams konar hugsanir og tilfinningar,
er síðan hvetji menn til göfugra athafna.
En hvernig hafa bókasöfnin í Vesturheimi náð að
kornast svo framarlega, í þágu uppeldisins og hvernig
fullnægja þau hlutverki sinu? Þetta þakka Ame-
ríkumenn sjálfir fyrst og fremst bókavörðunum. Þeir
hafa með óþreytandi alúð og elju barizt fyrir mál-
stað sinum bæði i ræðu og riti. Hér að hafa einkum
stutt bókavarðafélag það, er áður var nefnt (Ame-
rican Library Associaiion), bókasafnafélög einstakra
ríkja og bæja og ekki sizt tímarit þeirra, það er áður
var nefnt (Library Journal). Bókavörðunum hefir
tekizt með þessum hætti að vekja áhuga sambands-
stjórnar Bandaríkjanna á þessu málefni og stjórna
einstakra ríkja og bæja. Sú er nú almannaskoðun
vestra, að eins og það sé skylda þjóðfélagsins að
veita hverjum einstaklingi tök á því að læra að lesa,
eins sé það skylda þjóðfélagins að veita sama manni
lækifæri til þess að beita lestrarþekkingu sinni til
nytja sjálfum sér og þjóðfélaginu. Par er litið svo á,