Andvari - 01.01.1922, Page 114
110
Bókasöfn og þjóðiuenning.
[Andvari.
að unnt sé að veita góðar og nytsamar bókmenntir
borgurum þjóðfélagsins til gagnsemdar þeim ævilangt
fyrir brot þeirrar fjárhæðar, sem þjóðfélagið ver til
þess að kenna þeim að lesa. Hverju þjóðfélagi myndi
nú þykja skömm að því að eiga ekki góða og vel
skipaða barnaskóla; með sama liælti telja Ameríku-
menn hverju þjóðfélagi skömm að því að eiga ekki
vel úlbúið og vel skipað almannabókasafn, frjálst
til afnota öllum.
Skilyrðið fyrir döfnun bókasafna og nytjum er þá,
að þau séu reist á sama grundvelli sem bókasöfn
Amerílcumanna, jafnnauðsynleg sem skólar og fjár-
hagslega studd að sama hætti.
Það er eitt það fyrsta, sem smábæirnir i Ameríku
hugsa um, skólar og bókasöfn. Þar má finna smá-
bæi, sem lieldur eru óásjálegir að húsum og götum,
en skólar eru þar reisulegir og enn aðdáanlegri
almannabókasöfn til frjálsra afnota. Gott dæmi er
smábærinn Neenah i Wisconsin. t*ar voru 5734
íbúar og höfðu safnað saman til sjálfs bókasafns-
hússins 15500 dollurum, og vantaði þá 12500 dollara
til hússins, en það fé gaf Carnegie. Bókasafnið kostar
bæiinn að öllu lej’ti. Þar eru 12679 bindi og útlán
neina árlega til íbúa bæjarins nálægt 34 þús. binda.
Þetta er gott dæmi þess, hvað menn leggja á sig
veslra í þessu skjni, i þágu menningar og menntunar.
En Ameríkumenn láta sér þetta ekki nægja að skipa
bókasöfnuin á bekk með skólum að nauðsyn. Flest
ríki vestra hafa auk þess gengið svo langt, að þau
hafa sett upp sérslaka nefnd, bókasafnsnefnd, sem
hefir það starf með höndum að gæta hagsmuna
bókasafna hvers ríkis.
En það eru ekki eingöngu stjórnir rikja og bæja