Andvari - 01.01.1922, Side 115
Audvari].
Bókasöfn og pjóðmenning.
111
í Bandaríkjunum, sem beita sér fyrir þelta málefni;
einstaklingar vestra láta sér og mjög umhugað um
þetta mál. Roosevelt forseti hafði eitt sinn þessi
ummæli um þetta: »Næst eflir kirkju og skólum er
að leita til bókasafnanna um hollustu áhrifin«. Skáldið
og ráðgjalinn James Russell Lowell sagði einu sinni:
»Með engu geta menn jafnvel varðveitt minningu
sína og með því að stofna almannabókasöfn.« Og
margir hinna auðugustu manna veslra gefa ógrynni
fjár til bókasafna. Dýrustu og stórfelldustu bókasöfnin
vestra eru gefin af einstökum mönnum, mest kaup-
mönnum og iðnreköndum, sem sjálf reynslan hefir
kennt að meta 3’firburði safnanna. Jiærinn New York
hefir fengið að gjöf mjög verðmæl bókasöfn frá
kaupmönnum tveim, I. I. Astor og J. Lennox, og
lögfræðingum tveim merkum, Samuel J. Tilden og
Seth Low. Gjöf Lows var bókasafnshús Ivoluinbiu-
háskóla, meistaraverk að gerð allri, og kostaði gef-
andann nálægt 5 millj. króna. í Chicago hafa þrír
kaupsýslumenn, W. L. Newberry, J. Crerar og J. D.
Rockefeller, gefið svo að millj. kr. skiptir til þriggja
bókasafna bæjarins, the Newberry Library, the John
Crerar Library og háskólabókasafnsins. Pelta eru þó
að eins örfá dæmi. En íremstur allra að þessu leyti
er Andrew Carnegie, eins og áður er á vikið.
Á mörgum bókasöfnum vestra má sjá þessa áletrun:
»Safnið er frjálst öllum til afnota, körlum, konum og
börnum.« Þess er áður getið, til hvers þessi slefna
hafi leitt. En það er einnig þessi stefna, sem ræður
kaupum lil safnanna og bókavali. Það er til marks
um kröfur þær, sein Ameríkumenn gera til bókasafna,
að eitt aðalblaðið í New York lagði það til, að á
nýja almannabókasafnið þar skyldi letra þessi orð: