Andvari - 01.01.1922, Síða 117
AndvarM.
Bókasöfn o}> þjóðmenning.
113
€ru þar ágætar skrár alls konar, ætlaðar almenningi,
og því auðveldar til notkunar. Mönnum er leyft
að ganga að bókahillunum, og stefnan gengur mjög
í þá átt að takmarka allar hömlur við notkun
bókanna og bókasafnanna yfirleitt. Tíminn, sem bóka-
söfnin eru opin, verður æ lengri og lengri. Dögum, sem
bókasöfnum er lokað, fækkar stöðugt. Að minnsta
kosti lestrarsalur og handbókasafn er nú orðið einnig til
afnota á sunnudögum. ()g á almennum fundum
bókavarðanna er þvi haldið fram, að það sé að eins
tímaspurning, hvenær bókasöfnin verði svo vel stödd
og skipuð, að hægt sé að hafa þau opin hvern
einasta dag árið um kring. Bókaverðir fylgja þroska
þjóðfélagsins, bæði í framförum þess í andlegum
efnum, siðgæði og efnahag. Takmörkin eru engin
fyrir þroska þess. Og eftir þessu fara bókasöfnin.
Þau verða að geta sinnt jafnt kaupsýslumönnum og
iðnreköndum sem listamönnum, rithöfundum og
vísindamönnum. Til skemmtunar bjóða bókasöfnin
skáldmenntir, til listaþroska listsýningai', teikningar-
.sali til notkunar verkfræðingum og listamönnum,
lestrarsali með öllum þægindum tii notkunar öllum.
Og þetta er ekki nóg. Mikill fjöldi manna er til, sem
af ýmsum ástæðum getur ekki komið því við að
koma í bókasöfnin; í þágu þeirra senda söfnin
bækurnar til umferðar (heimasöfn og umferðarsöfn),
og við það komast bækurnar út í yztu króka og
kima landsins. Það er næstum eins og Horace Mann
(1796—1859), liinn nafnkunni endurbótamaður upp-
eldismála vestan hafs, hafi birt mönnum spádóm, er
hann sagði: »Ef eg væri þess um máttugur, skyldi
eg strá bókum yfir jörðina, eins og menn sá hveiti
í plægða akra.«