Andvari - 01.01.1922, Síða 119
Andvaril.
Bókasöfn og þjóðmenning.
115
söínin eru skreytl sem mest má verða, bæði að
utan og innan, hituð og lýst, skreytt blómum og
myndum, en allt i smekkvíslegu samræmi. Áhrifin
verða því bæði beinlínis göfgandi og óbeinlínis, t. d.
með því, að menn langar til að kynna sér nánara
mann eða viðburð, sem mynd má sjá af þar, og
leiðast þannig að bókunum. Mönnum verður ósjálf-
rátt að líta á söfnin sem heimili, ekki sízt vegna
þess, að mönnum er yfirleitt sjálfum heimilt að leita
bóka i hillunum, alveg eins og um einkabókasafn
væri að ræða. Varúðarreglur hverfa æ meir og meir
í ameríkskum söfnum, og það varast menn að slá
þeim upp, svo að stingi í stúf eða raski samræmi.
Hirðusemi og hreinsun er mikil. í smærri bókasöfn-
um, en þau eru vestra talin söfn með alll að 50
þús. binda, eru gólf og stigar þvegið, hillur og bækur
stroknar á hverjum degi. í stærri bókasöfnum er
venjulega þvegið einu sinni í viku, en hillum og
bókum skipt i deildir, sem hreinsaðar eru síðan í
röð. Og þó eru húsin og tilhögun þeirra ekki aðalalriðið
vestra. Höfuðskilyrði telja menn veslra góða bóka-
verði, í annan stað bækurnar og lolcs húsið sjálft og
tilhögun þess.
Að öðru leyti fer stærð hússins eftir bókasafninu.
þau eru stundum margar hæðir, stundum að eins
einn salur, og allt þar á milli. í stórum bókasöfnum
er herbergjaskipan þessi:
Utlánssalur.
Handbókasafn.
Almennur lestrarsalur.
Tímaritasalur.
Dagblaðasalur.