Andvari - 01.01.1922, Page 121
Andvari}.
Bókasöfn og þjóðmenning.
117
starfsinanna í ýmsum greinum, bæði innan höfuð-
bókasafnsins og útibúanna. Auk aðstoðarmanna og
starfsmanna er verkaskiptingu hagað svo yfirleitt:
1) Forstöðumaður útibúanna hefir umsjá með þeim
og er milliliður milli þeirra og höfuðbókasafnsins.
2) Forstöðumaður barnadeildarinnar hefir umsjá
með öllum barnasöfnunum.
3) Forstöðumaður fyrir bókakaupum alls kerfisins
og stýrir þá að jafnaði fundum, sem vikulega eru
haldnir með bókavörðunura til þess að ræða um
tillögur til bókakaupa.
4) Forstöðumaður fyrir skrásetningu sér um, að
bækur séu skrásettar jafnskjótt sem þær koma, og er
til þess höfð spjaldskrá bæði i höfuðbókasafninu,
sem tekur yfir allar bækur kerfisins, og í útibúinu,
sem tekur yfir bækur þess. Honum er skylt að sjá
um flokkun, tölusetning og skrásetning og að spjöldin
komi tafarlaust til útibúanna.
5) Forstöðumaður fyrir vinnu safnsins í skólum,
bæði með nemöndum og kennurum ; á honum hvílir að
taka þátt í samvinnu skóla og safna, standa fyrir
heimsóknum í söfnin og fyrirlestrum um þau í
skólum og annarstaðar.
6) Forstöðumaður fyrir umferðarsafni.
Loks eru til sórstakir umsjónarmenn með bókbandi
og prentun. Sum stærstu safnanna eiga sjált prent-
smiðjur.
Almannasöfnin vestra hafa viðast orðið svo til,
að hin smærri söfn, sem smám saman hafa verið
stofnuð, hafa slegið sér saman. Nálægt 1900 voru
ekki færri en 10 ólík bókasafnakerfi með útibúum i
Ne'w York. Hér líta menn eingöngu á nytseini í
þarfir þjóðfélagsins, en ekki t. d. fiokkahagsmuni, og
8