Andvari - 01.01.1922, Side 123
Andvari].
Bókasöfn og þjóðmenning.
119
slíkt útibú því milliliður milli útlánsdeildar höfuð-
bókasafnsins og almennings. Menn geta beðið þar
um bók í dag og fengið hana á morgun. I slíku
safni eru engar bækur að ráði, að eins nokkur hundr.
binda, sem iðulega er skipt um; þetta er gert til
þess, að bókarbeiðandi geti fengið eilthvað að lesa,
ef hann langar til, meðan hann bíður eftir bók, sem
hann hefir beðið um. Slík söfn eða útlánsstöðvar eru
oft í einu herbergi, sem til þess er fengið á Ieigu á
hentugum stað. Venjulega stendur þar fyrir starfs-
maður frá höfuðbókasaíninu. Opin eru þau 2—6
daga á viku, 2—9 klst. á dag.
í síðasta flokki eru engar bækur á stöðinni. Slik
slöð er ætluð notöndum, sem vita, hvað þeir óska
að fá og oftast, hvað til er í höfuðbókasafninu, en
eiga heima of langt frá því. Slíkir menn þurfa engrar
leiðbeiningar, en hafa nauman tíma. Slíkar stöðvar
eru því tíðar í kaupsýslu- og iðnaðarhverfum. Þær
eru oft í slórum búðum, og stundum eru það eigendur
búðanna, sem gæta stöðvarinnar eða láta gæla, oft
fyrir enga þóknun. Til marks um starfsemi einnar
slíkrar stöðvar er það, að i Pittsburgh voru lánaðar
40 þús. binda eitt ár frá slíkri úllánsstöð í búð.
Slík útibú, svipaðrar tegundar sem tveir þeir flokk-
ar, er síðast var lýst, eru oft höfð í skólum, verk-
smiðjum, bruna- eða lögreglustöðvum o. s. frv., og
eru þau venjulega talin til skóladeildar höfuðbóka-
safnsins eða umferðardeildar þess.
Arið 1915 voru í bænum New. York 43 eiginleg
útibússöfn, öll í sérstökum húsum, sem þau eiga sjálf.
Útlánsstöðvar þar voru 952, allar taldar tii umferðar-
safnastarfseminnar. í Boston voru 30 eiginleg úti-
bússöfn og 255 útlánsstöðvar, í Cleveland 25 útibús-
’8