Andvari - 01.01.1922, Page 126
122
Bókasöl'n og þjóðmenning.
[Andvari.
útlán, notkun bóka í hillum, sem opnar eru, góðra
skráa o. s. frv.
Útlán bóka.
Síðustu fyrirmæli ameríkskra bókasafna eru um út-
ián. Það íer venjulega fram í herbergi næsl inn-
göngusal og útidyrum, oftast neðst í húsinu. Lán-
beiðandi lætur fyrst skrásetja sig svo sem lántakanda
og snýr sér síðan til þess starfsmanns, sem í hlut á.
Skrásetning þessi er í þvi fólgin að segja til nafns
síns og heimilisfangs, og er skýrsla lánbeiðandans
færð inn i bók með frambaldandi tölum; talan, sem
lánbeiðandinn fær, er skrifuð á spjald og einnig
nafn hans og lieimilisfang. Úetta spjald er síðan svo
lengi sem skrásetningin gildir, venjulega 3 ár, hið
ytra tákn þess, að spjaldhaíi eigi rétt á því að fá
bækur léðar heim til sín. Að skrásetningu þessari
liggja tvenns konar rök: Fyrst og fremst eiga að
eins þeir menn rétt lil útlána, sem heimilisfastir eru
í þeim bæ eða sveitarfélagi, þar sem bókasafnið er.
Pað er eðlilegt, að slík staðartakmörk séu sett, enda
eru til íbúa staðarins taldir þeir, sem vinna þar, þótt
heima eigi annarslaðar; enn fremur eru öll bókasöfn
mjög greið á að lána bækur öðrum söfnum. Af þessu
leiðir það, að hvert safn er í rauninni öllum opið,
því að í Bandaríkjunum er varla sú sveit lil eða
bær, að hver maður þar fái ekki rélt til bókláns með
tilstyrk bókasafns staðarins eða bókasafnsnefndar bvers
ríkis. í öðru lagi miðar skrásetning þessi að því, að
unnt sé að athuga það, að lánbeiðandi heyri til þess
svæðis, sem í hlut á, og hafi því útlánsrétt, og eins
sjálfsagt er, að safnið geti snúið sér að honum til
skila á bókinni o. s. frv. Iinn fremur kann sótt að