Andvari - 01.01.1922, Page 127
Andvarij.
Bókasöfn og pjóðmenning.
123
koma upp í einhverju hverfi eða húsi safnsvæðisins,
og er þá safni bæjarins (eða hverfisins í stórbæjum)
skýrt frá því af heilbrigðisstjórn. Athuga þá safns-
menn, hvort nokkur lántakandi sé í því húsi, og er
það auðvelt, því að í safninu finst einnig skrá um
lántakendur, sem raðað er eftir götum og töluröð
húsa. Þegar svo reynist, skýrir safnið lántakanda
frá, að ekki megi skila bókinni eða bókunum fyrr
en sótlhreinsun hafi farið fram; í sumum bókasöfn-
um er jafnvel gengið svo langt, að ekki er tekið við
bókunum aftur í safnið, heldur er þeim brennt.
Þelta sýnir, að skrásetning lántakandanna er ekki
ástæðulaus, elcki sízt með því, að mjög víða er hún
eina skilyrðið fyrir útláni, enda er sú skoðun að
verða æ almennari, að skrásetningin sé nægileg til
eftirlits með lántaköndum. Eitt bezta og einkennileg-
asta ráðið til þess að sýna rétt nafn og heimilisfang
lánbeiðandans er að senda honum spjaldið í pósti
með því nafni og heimilisfangi, sem liann segir til um.
Þetta þykir mönnum einhlítt vestra, en vitanlega
skulu lántakendur segja til, er þeir flytjast bú-
ferlum. Og útlán eru auðvitað bundin við það, að
hægt sé að finna manninn á þeim stað, sem hann
segir, enda venjulegast auðvelt að rannsaka það.
Norðurálfumönnum, sem vanir eru ábyrgðum og
hörðurn varúðarreglum, munu þykja þessar reglur
léttvægar. Sum bókasöfn vestra krefjast og enn
ábyrgðar; venjulega er þó látið nægja, að ábyrgðarmað-
urinn sé nefndur í bæjarskrá, enda almannaskoðun,
að ekki glatist fleiri bækur i hvoru tilvikinu sem
er. Þetta um skrásetninguna gildir fullorðna menn og
börn einnig að því til skildu, að krafizt er vottorðs
foreldris eða forráðamanns, einkum í því skyni, að