Andvari - 01.01.1922, Side 128
124
Bókasöfn og þjóðmenning.
[Anilv*ri.
ekki sé hægt að ásaka safnið um það að lána börn-
um bækur án vitundar foreldra eða forráðamanna,
og enn fremur til þess að koma á samvinnu með
heimilum og safninu, t. d. um val á bókum handa
börnunum o. s. frv. Lánsspjaldið skal sýna í hvert
sinn sem fengin er bók að láni eða henni skilað.
Hver bók á einnig sitt spjald, sem á er skráð nafn
höfundar og bókar og merki, með dálkum. Jafnskjótt
sem bók kemur til bókasafns er hún ílokkuð, skrá-
sett, stimpluð og merkt. Hylki úr þunnum pappír
er fest innan í bindið og á það letraðar leiðbeiningar
handa notöndum og varúðarreglur, en i hylkinu
er spjaldið geymt, þegar bókin er ekki í notkun (er
»inni«), en þegar bókin er lánuð út, er spjaldið tekið,
á það fært í fremsta dálk dagsetning útlánsins, í
annan dálk nafn lántakandans. Sama dagsetning er
faerð á spjald lántakandans, og er því þá stungið
í hylkið, en bókarspjaldið geymt í safninu. Þegar
lokað er daglega, er öllum bókarspjöldum raðað
og þau sett í hólf, en framan við það selt liærra
spjald og þar á skrifuð dagsetningin. Þegar útláns-
tíma bókar er lokið, venjulega eftir hálfan mánuð, sýna
spöldin, sem eftir eru undir hverri dagsetningu,
hverjum bókum hefir ekki verið skilað í réttan tíma,
og er þá auðvelt að gera gangskör að því að ná
þeim. Við skil á bók er dagsetning færð bæði á sér-
stakan dálk bókarspjaldsins og á spjald lántakandans,
og er þá bókarspaldið aftur látið í hylkið, en spjald
lántakandans fengið honum aftur. Að öðru leyti eru
þó nokkuð misjafnar aðferðir við útlánin, en allar
miða þær þó að því, að lánin gangi sem greiðlegast.
T. d. getur verið liagkvæmt að raða bókunum eftir
skiladegi.