Andvari - 01.01.1922, Side 130
126
Bókasöfn og þjóðmenning.
(Andvari.
er þó farið eftir slíkum tillögum, ef fjárhagur hamlar
ekki, svo framarlega sem tillögumaður, ef með þarf,
getur fært gild rök fyrir sinu máli.
Lánbeiðandi getur og tryggt sér bók, sem hann
hefir beðið um, en er úti. Þegar bókin kemur aftur,
er honum send tilkynning um það; en ef hann
kemur ekki innan tveggja daga, liefir hann fyrirgert
forgangsrétti sínum til bókarinnar í það sinn. Með
þessum hætti getur bók verið áskilin fjölda manna,
hverjum á fætur öðrum, og geta þeir rólegir beðið
tilkynningarinnar. En vitanlega eru ekki endurnýjuð
lán leyfð á slíkum bókum.
Loks er að geta þeirra mikilsverðu réttinda lántak-
andans, að honum er heimilt að nota þekking starfs-
mannanna um bókasafnið eftir þörfum og að hann
á kröfu á alúð þeirra og bjálpsemi.
Skrár og bókaregistnr.
Skilyrði fyrir þvi, að bókasafn sé vel hirt og að það
komi almenningi að verulegum notum, er það, að
góð skrá sé til um bækurnar, hvort sem safnið er
slórt eða lítið. Góð skrá kostar fyrirhöfn og fé, en
fénu, sem til þess gengur, er vel varið. Nákvæm og
hagkvæm skrá er eina ráðið til þess að fá fyllstu
nytjar af safninu og til þess að veita almenningi
auðvelda og hagkvæma hjálp og leiðbeining til nýt-
ingar á þeim þekkingarforða, sem safnið hefir að
geyma. Ollum þorra manna kemur að meira gagni
lítið safn, sem er vel og nákvæmlega skrásetl, heldur
en stórt safn, sem lykilinn brestur að, en slikur
lykill er almenningi góð skrá. Skrár geta verið
tvenns konar, prentaðar og spjaldskrár. Prentaðar
skrár eru mikilsverðar i vísindasöfnum, þar sem