Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 131
Andvari].
Bókasöfn og þjóðmenning.
127
bækurnar eru ætlaðar til varðveizlu um aldur og
ævi. En í almannabókasöfnum, sem hafa það mark-
mið, ekki að varðveita bækurnar, heldur láta brúka
þær sem mest má verða, eru spjaldskrárnar gagns-
mestar. Prentaðar skrár hafa þann kost, að þær eru
i mörgum eintökum. Öll stærri söfn vestra gefa út
slíkar skrár, einu sinni á mánuði eða á ársfjórðungi.
Sum þeirra gefa síðar út flokkaðar skrár, sem ná
yfir tiltekið árabil, t. d. 5—10 ár. En þetta lcostar
mikla vinnu og fé, og geta því ekki önnur söfn en þau,
sem mikið fé hafa handa á milli, komið slíku í verk.
Þar á móti er spjaldskrá í öllum söfnum í Ameríku,
jafnl stórum sem smáum, talin ómissandi. Prenlaðar
skrár geta aldrei gefið almenningi fulla mynd af
bókasafni, því að um viðauka þess fær almenningur
ekki að vita fyrr enn i næsta mánaðar- eða árs-
fjórðungshefti skrárinnar. En úr þessu bæta spjald-
skrárnar; þær sýna á hverjum líma sem er mvnd
af safninu, öllum auðvelda og handhæga til notkunar,
þegar rétt lag er á. Allir fjársjóðir safnsins eru þar
opnaðir almenningi. Jafnskjótt sem ný bók kemur í
safnið, kemur í spjaldskrána eitt spjald eða fleiri,
með öllum þeim leiðbeiningum, sem nauðsynlegar
eru lánbeiðöndum bókarinnar. í spjaldskránni er
hver bók táknuð 1) með spjaidi, er tilgreinir nafn
höfundar, eða ef fleiri eru, spjöldum, er tilgreina nöfn
hvers um sig, 2) með spjaldi, er sýnir fyrirsögn
bókarinnar, og 3) með spjaldi eða spjöldum, er sj'nir
efni bókarinnar. Venjulega eru spjaidskrárnar tvöfaldar,
stajrójsskrá, eftir höfunda- og bókanöfnum, og e/nisskrá,
eftir efni bókanna, og eru að sjálfsögðu hvorar tveggja
skránna til afnota almenningi. í sumum söfnum eru
hvorar tveggja skránna sameinaðar í eina, og þykir