Andvari - 01.01.1922, Page 132
128
Bókasöl'n og þjóðmenning.
[Andvari.
það auðveldast alinenningi, og er skráin þá svipuð
alfræðibók. Tökum dæmi. Maður kemur inn í safn
og óskar að fá Lýsing íslands eftir þorvald Thorodd-
sen. Ef hann inan höfundarnafnið, slær hann upp
stafnum T og leitar, þangað til hann flnnur bókina
með fullri fyrirsögn o. s. frv. En ef hann man ekki
höfundarnafnið, en þó fyrirsögn bókarinnar, leitar
hann í stafnum I, þangað til hann finnur Lýsing
lslands og sér þar hötundarnafn o. s. frv. En nú
man liann hvorki liöfundarnafn né fyrirsögn bókar-
innar og man þó, nin hvað bókin hljóðar, og slær
þá upp í skránni orðinu landafræði og leitar þar,
þangað til hann íinnur bókina. Ef menn þekkja nafn
á bók, en höfund ekki, t. d. »The russian advance«,
slá menn upp undir stafnum r »Russian advance«.
í vel hirtu og skrásettu bókasafni er ekki vandauieira
að íinna hók en nafn í bæjarskrá eða orð í orðabók.
Til samningar slikrar skrár þarf vitaskuld hæði
mikla þekking á bókasöfnum og lilhögun þeirra og
eigi síður yfirgripsmikla þekking á bókuin og rithöf-
undum. Oftast eru spjaldskrárnar skrifaðar með rit-
vél; að eins auðugustu söfnin láta prenta spjöldin.
í þessu samliandi má nefna starfsemi þingbóka-
safnsins í M'ashington, sem hin síðari ár undir
forustu Herberts Putnams hefir orðið sloð og styrkur
öðrum bókasöfnum Randaríkjanna, liefir í rauninni
nú orðið forustu þeirra og er þvi réttnefnt þjóðhóka-
safn. Þar eru öll spjöld prentuð, og nálega allar
hækur þess eru skráseltar á þenna hátt. En öllum
öðrum söfnuin er heimilt að fá keypt þessi spjöld.
Stærri bókasöfnin vestra hafa alla spjaldskrá þing-
bókasafnsins til afnota almenningi og halda henni
aðgreindri frá sinni skrá. Minni bókasöfnin kaupa