Andvari - 01.01.1922, Page 136
132
liókasöfn og þjóðmenning
[Andvar i.
í opnu hillunum, er mjög mikilsverð. Sjálíur andinn,
sem lýsir sér í þessari aðferð, göfgar og mannar.
það er eins og hver, sem inn kemur, geri það með
eins konar helgilotningu, líkt og þegar menn standa
fyrir hugnæmu málverki eða göfugri höggmynd. Og hvi
skyldi snilld sú, sem bókin hefir að geyma, vekja
minni lotning en snilld, sem bundin er á lérept eða
í marmara?
Auk þeirra tegunda af opinhillu-söfnum, sem nú
hefir verið lýst, er enn að geta barnasafnanna. Þeim
er öllum vestra hagað á þessa leið.
Miklar deilur hafa síðustu áratugina staðið roeð
bókasafnsmönnum vestra um opinhillu-lagið. En
fylgismenn þess hafa borið fullkominn sigur úr být-
um, og munu nú fáir bókaverðir vestra, sem ekki
er ljóst, hver hagnaður er að því að öllu leyti. Og
mikil eru viðbrigðin þeim, sem koma úr lokuðum
söfnum Norðurálfunnar í frjáls söfn Bandarikjanna.
Þeir, sem reynt hafa, lýsa því svo, að beinlínis
ánægjulegt sé að koma inn í barnadeildina og sjá það,
með hvílíkri lipurð jafnvel þau, er yngst eru barn-
anna, hvílíkri hirðu og nákvæmni þau handleiki
bækur og hillur og velji sér bækur.
Þeir, sem kynnt hafa sér þetta lag héðan úr
Norðurálfu, láta mikið af yfirburðum þess, »Engar
röksemdir þarf að færa fyrir því; þeir komi með
ástæður, sem því lagi eru andstæðir. í almanna-
söfnum eru bækur þjóðarinnar, sem hún hefir sjálf
keypt fyrir sitt fé og varðveitt í húsum, sem ætluð
eru til notkunar henni. Notkun þjóðarinnar á
safninu má ekki takmarka á nokkurn hátt, sem ekki
er skiiyrðislaust nauðsynlegur í þágu þjóðarinnar
sjálfrar. Því þarf ekki frjálst bókasafn að verja sig