Andvari - 01.01.1922, Page 138
134
Bókasöfn og þjóðmenning.
[Andvari.
einum fundust einu sinni yfir 80 bækur, allar lút-
andi að vissri tegund véla, og hjá hefðarkonu einni
heilt skáldsagnasafn. Leynilögreglumenn finna venju-
lega slika þjófa, og fær þá safnið aftur bækur sínar.
það reynist því svo, að almenningur yfirleitt freistist
ekki til bókastulda, og ef hefst upp á þess konar
þjófi, linnir nálega af sjálfu sér öllum bókaþjófnaði
frá þvi safni. það verður því ekki með réttu sagt,
að opinhillustefnan sé skaðleg að því leyti, að hún
freisti manna til þjófnaðar. Þessi ástæða þykir því
ekki nægja til þess að svifta almenning þeim hags-
inunum, sem fólgnir eru í stefnunni, ekki fremur en
refsing væri lögð á eitt þjóðfélag í heild sinni, af
því að fáeinir einstaklingar þess eru óráðvandir.
Hin mótbáran, að notendur komi ruglingi á safnið,
hefir við rök að styðjast. En það hefir sýnt sig, að
af þessu hlýzt lítið eða ekkert tjón. Skipulag ame-
rikskra safna og greining bóka er smám saman orðin
svo einföld og auðveld, að hreina rata þarf til þess
að rugla bókunum; jafnvel í barnadeildunum er
börnunum leyft að setja inn bækurnar aftur, og
þetta talið þeim til góðs, með því að það venji þau
á nákvæmni. Sumstaðar er og höfð sú aðferð, að
notendur eru beðnir að setja ekki upp aftur bækur
þær, er þeir nota, og er þá notaður ódýr vinnu-
kraftur til þess að selja þær á sinn stað, stáipaðir
drengir eða stúlkur.
Reynslan sýnir þá, að höfuðmótbárurnar eru ekki
mikilvægar. En þeir kunna og að vera, sem telja
ekki mikla hagsmuni að stefnunni. Fyrirmyndarskrár
eru lagðar fyrir almenning í bókasöfnum vestra, og
bókasafnsmennirnir eru alúðin ein og hjálpfýsin til
leiðbeiningar, kunna menn að segja, eins og satt er,