Andvari - 01.01.1922, Side 139
Andvari].
Bókasöfn og þjóðmenning.
135
og hvað er þá unnið? En hver skrá er á við bókina
sjálfa? Hver bókavörður er svo hjálpfús og fróður,
að hann geti bætt mönnum þá gleði og það gagn,
sem menn hafa af því að velja sjálfir það, sem þeir
vilja? f’eim, sem fást við rannsóknir á afmörkuðu
sviði, er augljós hagnaðurinn að opinhillustefnunni,
enda er í vísindasöfnum Norðurálfunnar jafnvel létt
undir með vísindamönnum á þenna hátt. Og hverjir
eru þó betur settir en einmitt þeir til þess að nota
skrár og bókfræðileg hjálpargögn?
En þeir menn eru til, sem opnu hillurnar eru miklu-
miklu mikilsverðari, þeir, sem lítt eru hneigðir til
lestrar og því bera lítt skyn á bókmenntir. Peir koma
fyrst af forvitni eða af því, að þeir hafa ekkert að
gera. Þessir menn eru matur handa söfnunum. Þau
telja það hlutverk sitt að heilla þá og breyta þeim í
fróðleiksgjarna og bókhneigða menn. En þetta krafta-
verk geta ekki skrár gert, þó að vel séu gerðar. F*ær
eru fremur fráfælandi í augum slíkra manna. Slíkt hið
sama er slíkum mönnum lítt um það sýnt eða gefið
að leita til starfsmanna safnsins; þeir eru svo ókunn-
ugir safninu og óvissir um, hvað þeir vilja, að þeir
verða uppburðarlausir. Gagnvart þeim er ráðið að
hleypa þeim á bækurnar sjálfar milliliðalaust, láta
þá sjálfa grípa niður og velja eftir vild. Árangurinn
er sá, að nýr heimur opnast þessum mönnum, svo
auðugur og fagur, að ekki mátti þá gruna slíkt áður.
Með slíku lagi verða menn hundruðum og þúsundum
saman fastir gestir og notendur bókasafnanna, sem
aldrei mundu hafa gerzt það ella.
Enn er eitt talið til gildis stefnu þessari. Hún
leiðir meginþorra almennings lil þess að lesa betri
og merkari bækur. Eftir skýrslum, sem gerðar hafa
*9