Andvari - 01.01.1922, Page 141
Andvari].
Bókasöfn og þjóömcnning.
137
þeirra, og geta því jafaharðan veitt allar leiðbeiningar
og ráð, sem beiðzt er. En ferðamenn lýsa því enn
fremur, að þessir starfsmenn séu eins konar lifandi
alfræðibækur, sem allt af leiti að svara itarlega öllu
því, er gestir kunni að spyrja um. Þeir eru viðbúnir
til aðstoðar almenningi i orði og verki á allan hátt;
þeir seinja fullkomnar rannsóknaáætlanir um hvert
efni sem vera skal, er gestir kunna að óska að rann-
saka; þeir láta í té fullar bókmenntaskrár um hvert
efni, sem beiðzt er; þeir svara spurningum um allt,
sem bókasafnið getur svarað með bókum sínum.
Ekkert efni er þeim of háfleygt eða lítilmótlegt til
úrgreiðslu; þeir telja ekki úr fyrirhöfn sinni og spara
sér ekki nokkurt erfiði lil þess að íullnægja spurn-
ingum gestanna. Spurningar þessar og ráð fara fram
annaðhvort munnlega, skriflega eða í síma. í hand-
bókasafnsdeildunum vestra eru símar mjög notaðir
sem í öðrum deildum safnanna. Til marks um þetta
má nefna dæmi. Mann vantar heimilisfang annars
manns í öðru ríki. Hann símar í bókasafnið og fær
að vörmu spori að vita það, ef unnt er. Kaupsýslu-
menn vilja að fá að vita um tiltekið hlutafélag; þeir
síma til safns og fá svar þegar eftir skrám þeim um
lilutafélög, er þar eru. Kona óskar að búa til tiltek-
inn iétl matar, en hefir að einhverju leyli gleymt
fyrirsögninni eða ekki fundið nægilegar leiðbeiningar
í matreiðslubókum sínum; hún símar til safnsins og
fær þar fullar leiðbeiningar símleiðis. Þessi dæm:
nægja lil þess að sýna, hvað langt ná spurningar
almennings. Margir munu segja, að þetta sé ekki
bókasafnsverk, og er það svo eftir skilningi Norður-
álfumanna, en ekki Ameríkumanna. Kjörorð bóka-
safna vestra er: Öllum fræðslu. Og þvi er fylgt skil-