Andvari - 01.01.1922, Page 142
138
Bókasöfn og þjóómenning.
[Andvari.
yrðislaust, jafnt hvort sem í blut á kaupsýslumaður
eða vísindamaður, húsmóðir eða stúdent. Öllum er
svarað að svo miklu leyti sem föng eru til. Bóka-
safnsmenn vestra segja, að það sé ekki hent að vega
á gullvog spurningar þær, sem fyrir þá eru lagðar,
hvort einni skuli svara, annarri ekki. Og þegar öllu
er á botninn hvolft, þá gerir bókasafnið ef til vill
þjóðfélaginu, sem það óskar að þjóna, engu minna
greiða með því að láta kaupsýslumanni í té heim-
ilisfang annars manns en með því að benda t. d.
stúdenti á bækur, sem lúta að sérstökum rannsókn-
aratriðum. Bókasöfnin telja sig ekki bær um það að
meta gildi fyrirspurna þeirra, sem fyrir þau eru
lögð. Tilveruréttur þeirra liggur í almennri gagnsemi
þeirra, og aðalstefna þeirra er hjálpsemi ekki að
eins við fáeina útvalda, heldur við alla undantekn-
ingarlaust.
Öllum fyrirspurnum verður þó ekki svarað svo
auðveldlega sem áður var sýnt. Við sumar þarf
nákvæma rannsókn á bókum safnsins á vissu sviði,
og er þá úrlausn heitið næsta dag eða daginn þar
eftir. En þá er líka svarið fullkomin bókfræðileg skrá
um bókmenntir safnsins, lútandi að því sviði, er
spurningin varðaði. Auðvitað geyma söfnin eftirrit
sérskráa um efni, sem oft getur verið spurt um og
oft þarf því til að taka, og eru bókaverðir vestra
hreyknir af því að geta sýnt gestum sínum sem mest
af slíku.
Á einum og sama degi (21. okt. 1907) voru lagðar
fyrir eitt heldur stórt bókasafn vestra (Carnegiesafnið
í Pittsburgh) spurningar um hentugar bækur til
rannsókna. Viðfangsefnin voru þessi:
Hænsarækt.