Andvari - 01.01.1922, Síða 144
140
Bókasöfn og þjóðmenning.
[Andvari.
takmark. Árið 1894 var 13 ára aldurstakmark sett í
svo mörgum safnanna, að nam 70 af hundraði. Þá
höfðu að eins þrjú söfn sérdeildir handa börnum og
að eins eitt hafði sérstakan bókavörð fyrir þeirri
deild. Árið 1895 hófu fimin bókasöfn nýjar barna-
deildir; 1896 bættust enn sex við, og nú er tæplega
nokkurt almannabókasafn í Ameríku, sem ekki hafi
barnadeild með sérstökum bókaverði. Öll aldurs-
takmörk eru afnumin.
Fátt er meiri augnfró þeim, er skima vilja um í
söfnum vestra, en barnadeildirnar. Þær eru, ef unnt
er, hafðar sólarmegin. Þar eru fagrar myndir á
þiljum, jurtir í gluggum og blóm hér og þar. Allt er
þar þokkalegt og með heimilisbrag. Tii mikils er
ætlast af barnabókavörðum, og eru þeir oftast konur,
jafnan reiðubúnar til leiðbeininga og andsvara við
sífeildum spurningum barnanna, síþolinmóðar, vin-
gjarnlegar og hjálpfúsar.
Tvenns konar er hlutverk barnadeildanna. þar er
fyrst og fremst alinn upp stofn í notendur safnanna
síðar meir. Hitt er sú hugsjón, að börnunum verði
deildirnar eins og eiginsöfn þeirra. Því handleika
börnin allar bækur tálmunarlaust. Þær eru í opnum
hillum og nema sumstaðar 10 þús. að tölu. Því eru
og deildirnar bjartar, hlýlegar og vel skreyttar. Hæð
hillna, stærð borða og stóla er miðað við hæíi barna.
Sumstaðar er þrenns konar stærð á borðum og stól-
um. Með því að nú er ekkert aldurstakmark, má
sjá mæður bera ungbörn sín í barnasöfnin til þess
að sýna þeim myndabækur, sem þar eru margar,
og þær fá líka að taka þær heim með sér. Það er
og í þeim tilgangi, að börnunum finnist þau eiga
heima í söfnunum, að hafðir eru sérstakir barna-