Andvari - 01.01.1922, Side 145
Andvari].
Bókasöfn og pjóömenning.
141
bókaverðir, sem hljóta brátt með hlýjum orðum og
samúð sinni traust barnanna; verður staða barna-
bókavarðanna talsvert áhrifameiri en kennara við
skóla, sökum harðari fyririnæla, sem þar gilda. Því
kynnast barnabókaverðir hugsunarhætti barna, hátt-
semi og tilhneigingum, því að allt kemur þetta
greinilega fram í daglegri viðkynningu, óbundinni
og hispurslausri. Slík kyndi af lunderni barna eru
auðvitað mjög mikilvæg, ef ekki beinlínis nauðsynleg,
til þess að barnabókaverðir geti orðið börnunum
til aðstoðar og leiðbeiningar við not safnsins. Pví
reyna og bókaverðirnir eftir því sem unnt er að
kynnast foreldrum barnanna og fá þau til þess að
sinna lestri barnanna. Þaðan er runnið það ákvæði
í ílestum barnadeildum vestra, að foreldrar undirriti
beiðni barna um bókalán úr söfnunum. Til marks
um þetta er sýnishorn af bréfum, sem rituð eru for-
eldrum frá söfnunum:
Pratt Institute.
Brooklyn N. Y.
Pratt Institute Pree Library.
19 . .
Til:
Sonur (dóttir) yðar óskar að fá léðar bækur úr barna-
safni voru, sem yður mun vafalaust kunnugt. Vér vonum,
að yður sé pað ekki á móti skapi, en viljum pó hafa vissu
urn sampykki yðar, áður en vér gefum honum (henni)
lánsspjald.
Ef pér leyfið honum (henni) að gerast lántakandi í safni
voru, pá gerið svo vel að fylla út eyðublað, sem fylgir
með, og senda oss pað siðan. Eftir pað getur (nafnið)
komið hvenær sem vera skal i safnið og valið sér bækur
til láns heim.
Ljúft væri oss, ef pér við tækifæri vilduð líta í barna-
deild vora og sjá, hvað vér höfum af pví, er börn vilja
sinna og unglingar og stutt getur pau við nám peirra.