Andvari - 01.01.1922, Side 147
Andvari|.
Bókasöfn og pjóömenning.
143
vel skipað að bókum í þessari grein, var aigerlega
tæmt. Vinsælastar eru frásagnir úr Ilionskviðu og
Odýssevskviðu, úr leikritum Shakespeares, Niflunga-
kvæðum, sögu Arthúrs konungs, Karlamagnúss,
kaflar úr goðafræði Norðurlanda, lýsingar á menn-
ingarbrag útlendra þjóða, dýrasögur o. s. frv. Þetta
vekur börnin til mennta á ungum aldri. Frásagnirnar
eru valdar eftir aldri barnanna og þeim skipað í
flokka eftir aldri. Yngsta flokkinum eru oft valdar
frásögur úr biblíunni, t. d. um Nóa og örkina, Davíð
og Golíat, Jósep og bræður hans; enn fremur kvæði
og leikar og ýmiss konar auðskildar smásögur.
Það þykir mikill kostur að kunna að segja vel
frá, en ef bókavörðurinn segir ekki vel frá, les hann
upp í staðinn. Pað þykir og vel fara á því að gera
hvort tveggja til skiptis. Alll þetta telja menn vestra
auka lestrarþrá barnanna og bæta; val barnanna
verður betra. Erfiðlegast þykir veita um rúm handa
öllum, því að ekki er unnt að taka við fleiri en 30
í senn venjulega. Carnegie-safnið í Pittsburgh gefur
út prentaðar skrár um hæfileg frásagnarefni handa
börnum eftir aldri. Myndasýningarnar fara fram
venjulega svo, að nýjum myndum er slegið upp á
þilin á liverri viku, með skýringum. Efnin eru alls
konar, mannamyndir, þjóðflokka, jurta, dýra, véla
o. s. frv. Myndirnar eru jafnan vel gerðar, enda
mjög til prýði. Þetta er og mjög rómað vestra, að
makleikum. Athygli barnanna vaknar við þetta og
leiðir þá af sér fyllri fræðsluþrá. Hér til ber enn að
telja lestrardeildir barna. Sumstaðar er sérstakur
bókavörður hafður í þessu augnamiði. Markmiðið er
lestur bókasafnsins og að skýra frá merkum viðfangs-
efnum. Sumstaðar eru þá börnin sjálf i þjónustu